Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 07:50 Mikill eldur kviknaði við höfnina í gær. epa Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni. Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni.
Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51