Utanbæjarmaður eða útlendingur… stjórnaðu þér Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 20. júlí 2024 19:31 Það að alast upp í litlu samfélagi út á landi í þar sem viðkvæðið var ef eitthvað neikvætt gerðist í bænum þá heyrðist í heimafólki „þetta var utan bæjar maður“ þar sem skuldinni var skellt á þá sem voru ekki heimamenn. Það má svo sem liggja milli hluta hver braut lög eða gerði eitthvað af sér þessi grein fjallar ekki um það. Í dag hvar sem er á landinu heyrist oftar en ekki „þetta var pottþétt, útlendingur“ eða til að gera það enn meira krassandi er „þetta var flóttamaður“ Ég velti því fyrir mér hvort við utanbæjar fólkið sem segja má að innst inni eru allir Íslendingar sé sagan okkar rakin, erum við tilbúin með stóra dóm og líta ekki í eigin barm, heldur skella skaðanum á þann sem tengist ekki bænum eða samfélaginu. Samfélagsleg menning getur verið trú, reynsla og aðstæður í lífinu og lifnaðarháttum, hægt er að sjá hér á landi, í litlum samfélögum, þar sem allir þekkja alla eða telja sig gera það. Í samfélaginu myndast oft svo kölluð „þöggun“ þar sem enginn tekur af skarið og segir frá þó svo flestir viti að jafnvel börn eru í lífshættu sökum neyslu eða ofbeldis eða annarra aðstæðna. Trúarbrögð geta haft áhrif, ótti og hótanir sem geta spilað inn í að ekki er sagt frá. Samfélag getur verið lítið þorp, ákveðin gata, blokk eða hverfi, þar sem fólk hefur búið lengi í nágrenni hvors annars. Þetta getur átt við svo kölluð krummaskuð út á landi eða blokk í Breiðholtinu og allt þar á milli, þess vegna í næstu götu við þig eða innan fjölskyldunnar þinnar. Hvað er ég að fara með þessum skrifum. Ég er að lýsa hugsunum mínum og hvetja þig lesandi góður til að spá í þína fordóma og viðmót. Þegar ég ferðast um landið okkar, heyri í fólki og skoðanir þeirra um fréttir líðandi stundar, um samskipti og samgang fólks sem eru að verja sig frá því að taka ábyrgð á eigin lífi, heldur benda á þann sem þau telja að liggi best við höggi hverju sinni, utanbæjar- eða flóttamaðurinn, sem í enda dagsins gæti verið náskyldur viðkomandi. Svo er það þessi dásamlega manneskja sem setur flottar myndir og skrifar fallega pósta á samfélagsmiðla að það er ekkert athugavert við hennar gjörðir, eða hvað?Ég átti eitt sinn tengdaföður, þegar stelpurnar í bænum sem þekktu til hans sögðu að ég væri sko svo heppinn með hann, því hann væri æðislegur og frábær. 7 árum síðar var hann dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gegn dóttur sinni, svo frábær og æðislegur var hann! Gæti verið að systir, bróðir, mamma, pabbi, amma eða afi einhvers sem við þekkjum mjög vel og vitum að er hið besta fólk séu gerendur í ljótum afbrotum og hafi átt upptökin af þeim skaða sem hlaust. Erum við með hestaskjól fyrir augum og ennþá að berjast við það að kenna einhverjum öðrum um. Hvernig væri ef við tækum okkur saman hvert og eitt okkar og stjórnuðum okkur, það geta allir misstigið sig og farið yfir mörk annarra. Sem er lærdómur og mikilvægt að gerendur fái strax viðeigandi aðstoð sem og brotaþolar. Sumt fólk er hreinlega illa innrætt og eru það veikir einstaklingar að geta ekki stjórnað sér sjálfir, þá þarf að aðstoð, ekki níða það meira niður, þetta er stórt verkefni sem allur heimurinn þarf að vinna að breytingum til batnaðar. Undanfarin ár hef ég verið svo heppinn að hitta börn í leikskólum, þar hef ég kynnt fyrir þeim Lausnahringinn sem kennir okkur öllum að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir því að allir geti átt samskipti sem skaða ekki sig né aðra, reglurnar í Lausnahringnum eru sjö og ganga út á það að: stjórna okkur, líkama og orðum, geta sagt stopp, fyrirgefðu, skiptast á, knúsa, vera með og hjálpast að. Það er mikilvægt að geta lært og æft sig: að bera ábyrgð á eigin líkama - ábyrgð á eigin gjörðum - biðja aðra um sjálfstjórn - segja frá tilfinningu í samskiptum - sjálfstjórn í umgengni alls staðar - við náttúru og umhverfi. Það eru skilaboðin mín í íslenska samfélagið sem nú telur stóran hluta af fólki með erlendan uppruna. Við getum hugsað okkur að reglur í samskiptum séu jafn mikilvægar og reglur í umferðinni, ef allir æfa sig og fara eftir þeim er minna um árekstra og alvarleg slys. Lærum samskipti, að setja og virða mörk, eflum sjálfstraust barna. Höfundur er kennari, á og rekur Samtalið fræðsla ekki hræðsla, heimili forvarna og fræðslu fyrir börn, foreldra og fagfólk www.samtalid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það að alast upp í litlu samfélagi út á landi í þar sem viðkvæðið var ef eitthvað neikvætt gerðist í bænum þá heyrðist í heimafólki „þetta var utan bæjar maður“ þar sem skuldinni var skellt á þá sem voru ekki heimamenn. Það má svo sem liggja milli hluta hver braut lög eða gerði eitthvað af sér þessi grein fjallar ekki um það. Í dag hvar sem er á landinu heyrist oftar en ekki „þetta var pottþétt, útlendingur“ eða til að gera það enn meira krassandi er „þetta var flóttamaður“ Ég velti því fyrir mér hvort við utanbæjar fólkið sem segja má að innst inni eru allir Íslendingar sé sagan okkar rakin, erum við tilbúin með stóra dóm og líta ekki í eigin barm, heldur skella skaðanum á þann sem tengist ekki bænum eða samfélaginu. Samfélagsleg menning getur verið trú, reynsla og aðstæður í lífinu og lifnaðarháttum, hægt er að sjá hér á landi, í litlum samfélögum, þar sem allir þekkja alla eða telja sig gera það. Í samfélaginu myndast oft svo kölluð „þöggun“ þar sem enginn tekur af skarið og segir frá þó svo flestir viti að jafnvel börn eru í lífshættu sökum neyslu eða ofbeldis eða annarra aðstæðna. Trúarbrögð geta haft áhrif, ótti og hótanir sem geta spilað inn í að ekki er sagt frá. Samfélag getur verið lítið þorp, ákveðin gata, blokk eða hverfi, þar sem fólk hefur búið lengi í nágrenni hvors annars. Þetta getur átt við svo kölluð krummaskuð út á landi eða blokk í Breiðholtinu og allt þar á milli, þess vegna í næstu götu við þig eða innan fjölskyldunnar þinnar. Hvað er ég að fara með þessum skrifum. Ég er að lýsa hugsunum mínum og hvetja þig lesandi góður til að spá í þína fordóma og viðmót. Þegar ég ferðast um landið okkar, heyri í fólki og skoðanir þeirra um fréttir líðandi stundar, um samskipti og samgang fólks sem eru að verja sig frá því að taka ábyrgð á eigin lífi, heldur benda á þann sem þau telja að liggi best við höggi hverju sinni, utanbæjar- eða flóttamaðurinn, sem í enda dagsins gæti verið náskyldur viðkomandi. Svo er það þessi dásamlega manneskja sem setur flottar myndir og skrifar fallega pósta á samfélagsmiðla að það er ekkert athugavert við hennar gjörðir, eða hvað?Ég átti eitt sinn tengdaföður, þegar stelpurnar í bænum sem þekktu til hans sögðu að ég væri sko svo heppinn með hann, því hann væri æðislegur og frábær. 7 árum síðar var hann dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gegn dóttur sinni, svo frábær og æðislegur var hann! Gæti verið að systir, bróðir, mamma, pabbi, amma eða afi einhvers sem við þekkjum mjög vel og vitum að er hið besta fólk séu gerendur í ljótum afbrotum og hafi átt upptökin af þeim skaða sem hlaust. Erum við með hestaskjól fyrir augum og ennþá að berjast við það að kenna einhverjum öðrum um. Hvernig væri ef við tækum okkur saman hvert og eitt okkar og stjórnuðum okkur, það geta allir misstigið sig og farið yfir mörk annarra. Sem er lærdómur og mikilvægt að gerendur fái strax viðeigandi aðstoð sem og brotaþolar. Sumt fólk er hreinlega illa innrætt og eru það veikir einstaklingar að geta ekki stjórnað sér sjálfir, þá þarf að aðstoð, ekki níða það meira niður, þetta er stórt verkefni sem allur heimurinn þarf að vinna að breytingum til batnaðar. Undanfarin ár hef ég verið svo heppinn að hitta börn í leikskólum, þar hef ég kynnt fyrir þeim Lausnahringinn sem kennir okkur öllum að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir því að allir geti átt samskipti sem skaða ekki sig né aðra, reglurnar í Lausnahringnum eru sjö og ganga út á það að: stjórna okkur, líkama og orðum, geta sagt stopp, fyrirgefðu, skiptast á, knúsa, vera með og hjálpast að. Það er mikilvægt að geta lært og æft sig: að bera ábyrgð á eigin líkama - ábyrgð á eigin gjörðum - biðja aðra um sjálfstjórn - segja frá tilfinningu í samskiptum - sjálfstjórn í umgengni alls staðar - við náttúru og umhverfi. Það eru skilaboðin mín í íslenska samfélagið sem nú telur stóran hluta af fólki með erlendan uppruna. Við getum hugsað okkur að reglur í samskiptum séu jafn mikilvægar og reglur í umferðinni, ef allir æfa sig og fara eftir þeim er minna um árekstra og alvarleg slys. Lærum samskipti, að setja og virða mörk, eflum sjálfstraust barna. Höfundur er kennari, á og rekur Samtalið fræðsla ekki hræðsla, heimili forvarna og fræðslu fyrir börn, foreldra og fagfólk www.samtalid.is
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun