Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. júlí 2024 17:01 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir leik dgsins. vísir/Diego HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. „Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira