Gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds að umtalsefni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2024 11:27 Helgi Magnús svarar gagnrýni Odds Ástráðssonar á Facebook og ræðir sérstaklega ættartengsl hans og ýjar að því að hann hafi hagsmuni af komu flóttafólks. vísir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds Ástráðssonar lögmanns að umtalsefni í færslu á Facebook, þar sem hann bregst við gagnrýni Odds. Oddur gerði alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í vikunni. Nánar tiltekið ummæli sem vararíkissaksóknarinn lét falla í tilefni átta ára fangelsisdóms yfir Mohamad Kourani, sem hafði staðið í hótunum við Helga Magnús um nokkurt skeið. Taldi Oddur að með ummælum um að verið sé að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála,“ væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða sem sömuleiðis rýri traust til embættis ríkissaksókna. Ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. „Staðreyndir sem allir þekkja“ Í lokaðri færslu á Facebook fer Helgi Magnús mikinn og kallar ummæli Odds dylgjur og atvinnuróg. „Þessi lögmaður, sem mun vera sonur Svandísar Svavarsdóttur ráðherra VG, virðist kippa í kynið varðandi afstöðu til innflytjendamála og mun, samkvæmt því sem mér er sagt, hafa afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu fyrir eða í kring um innflytjendamál þar á meðal í þágu Solaris sem berst hörðum höndum fyrir nær óheftum aðgangi fólks frá miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök,“ skrifar Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið vararíkissakskónari frá árinu 2011. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemst í fjölmiðla vegna ummæla á Facebook. Hann var áminntur af ríkissaksóknara árið 2022 vegna ummæla um samkynhneigða flóttamenn.vísir/vilhelm Oddur sé að fara yfir lækinn eftir vatni með því að leita að vanhæfni í þessum efnum. Segir Helgi að hann sé að benda á þekktar staðreyndir „sem allir þekkja, sem fylgjast með opinberri umræðu eða þekkja vegna tengsla við fólk sem hefur lent í einhverju misjöfnu“. Helgi segist ennfremur ekki hafa minnst á neinn tiltekinn hóp fólks, „hvorki út frá kynþætti, litarhafti, trúarbrögðum né landsvæðum“. „Ég vísa einfaldlega til þess sem allir vita að við erum að upplifa árekstra mismunandi menningarheima sem hafa mismunandi viðhorf til laga og mannréttinda. Lesið fréttir! Telur einhver að það séu alsstaðar sömu viðhorf til jafnréttis kynjanna, trúfrelsis, og réttinda samkynhneigðra, og eru höfð í hávegum víðast hvar í Evrópu?“ Þá beinir Helgi talinu að erlendum leigubílsjórum og títtnefndum Kourani. „Það er nokkuð athyglisvert að þessir sleggjudómar þessa lögmanns, sem augljóslega er að sleikja höndina sem fæðir hann eins og gengur meðal hans líka, líta algerlega fram hjá tilefni þessa viðtals sem eru víðtæk ofbeldisverk þessa Kourani. Það virðist ekki vera að lögmaðurinn hafi mikla samúð með löndum sínum og þar á meðal innflytjendum, sem hafa þurft að þola hann. Slíkt er kannski bara sjálfsagður fylgifiskur þess að hann þurfi að afla fjár,“ skrifar Helgi Magnús. Aldrei tekið að sér verkefni tengd flóttafólki Í samtali við fréttastofu tók Oddur það fram að hann sé alls ekki að mæla því bót hvernig umræddur Kourani hafi hagað sér. Oddur snerti sömuleiðis á því sama í færslu á Facebook í gær, þar sem hann ræðir viðbrögð við fyrrgreindri umfjöllun. „Mörg sem ætla mér stuðning við brotamenn. Það er rangt. Þvert á móti er ég einlæglega þeirrar skoðunar að öll eigi að vera jöfn fyrir lögunum - einmitt óháð litarhafti, uppruna eða trúarbrögðum. Þau sem brjóta af sér eiga vitaskld að sæta refsingu í samræmi við lög.“ Oddur kveðst hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem fólk lýsi þeirri skoðun að í lagi sé að fólk af sumum trúarbrögðum eigi ekki að njóta hér mannréttinda. „Ég fékk tölvupóst þar sem fram kom sú skoðun að „þetta fólk“ væri best geymt á bakvið girðingu,“ skrifar Oddur. Í samtali við Vísi hafnar hann ásökunum um hagsmunatengsl. „Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar tekið að mér verkefni tengd flóttafólki. Þannig það gæti ekki verið fjær raunveruleikanum. Ekki það að mér finnst verðugt að það séu öflugir lögmenn í slíkum verkefnum og þekki marga ágæta kollega sem hafa sinnt þessu og gert það vel.“ Segir meira um „frændgarð og bakgrunn“ Helga Magnúsi finnst að Oddur sé að þagga niður umræðu sem sé ekki í samræmi við hans hagsmuni. Flokkur „móður hans VG reyndi í þessu skyni að koma á heilum lagabálki á síðasta þingi um hvað megi segja og hvað ekki byggt á þeirra eigin pólitísku mælikvörðum,“ skrifar hann einnig. Helgi Magnús vísar þar væntanlega til starfshóps sem Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra skipaði gegn hatursorðræðu „til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi,“ eins og það var orðað á vef Stjórnarráðsins. „Fásinna sem George Orwell ritaði um bók sinni 1984 fyrir margt löngu og enginn trúði að gæti orðið raunveruleiki. Segir það meira en flest orð um frændgarð og bakgrunn þessa lögmanns.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Oddur gerði alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í vikunni. Nánar tiltekið ummæli sem vararíkissaksóknarinn lét falla í tilefni átta ára fangelsisdóms yfir Mohamad Kourani, sem hafði staðið í hótunum við Helga Magnús um nokkurt skeið. Taldi Oddur að með ummælum um að verið sé að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála,“ væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða sem sömuleiðis rýri traust til embættis ríkissaksókna. Ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. „Staðreyndir sem allir þekkja“ Í lokaðri færslu á Facebook fer Helgi Magnús mikinn og kallar ummæli Odds dylgjur og atvinnuróg. „Þessi lögmaður, sem mun vera sonur Svandísar Svavarsdóttur ráðherra VG, virðist kippa í kynið varðandi afstöðu til innflytjendamála og mun, samkvæmt því sem mér er sagt, hafa afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu fyrir eða í kring um innflytjendamál þar á meðal í þágu Solaris sem berst hörðum höndum fyrir nær óheftum aðgangi fólks frá miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök,“ skrifar Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið vararíkissakskónari frá árinu 2011. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemst í fjölmiðla vegna ummæla á Facebook. Hann var áminntur af ríkissaksóknara árið 2022 vegna ummæla um samkynhneigða flóttamenn.vísir/vilhelm Oddur sé að fara yfir lækinn eftir vatni með því að leita að vanhæfni í þessum efnum. Segir Helgi að hann sé að benda á þekktar staðreyndir „sem allir þekkja, sem fylgjast með opinberri umræðu eða þekkja vegna tengsla við fólk sem hefur lent í einhverju misjöfnu“. Helgi segist ennfremur ekki hafa minnst á neinn tiltekinn hóp fólks, „hvorki út frá kynþætti, litarhafti, trúarbrögðum né landsvæðum“. „Ég vísa einfaldlega til þess sem allir vita að við erum að upplifa árekstra mismunandi menningarheima sem hafa mismunandi viðhorf til laga og mannréttinda. Lesið fréttir! Telur einhver að það séu alsstaðar sömu viðhorf til jafnréttis kynjanna, trúfrelsis, og réttinda samkynhneigðra, og eru höfð í hávegum víðast hvar í Evrópu?“ Þá beinir Helgi talinu að erlendum leigubílsjórum og títtnefndum Kourani. „Það er nokkuð athyglisvert að þessir sleggjudómar þessa lögmanns, sem augljóslega er að sleikja höndina sem fæðir hann eins og gengur meðal hans líka, líta algerlega fram hjá tilefni þessa viðtals sem eru víðtæk ofbeldisverk þessa Kourani. Það virðist ekki vera að lögmaðurinn hafi mikla samúð með löndum sínum og þar á meðal innflytjendum, sem hafa þurft að þola hann. Slíkt er kannski bara sjálfsagður fylgifiskur þess að hann þurfi að afla fjár,“ skrifar Helgi Magnús. Aldrei tekið að sér verkefni tengd flóttafólki Í samtali við fréttastofu tók Oddur það fram að hann sé alls ekki að mæla því bót hvernig umræddur Kourani hafi hagað sér. Oddur snerti sömuleiðis á því sama í færslu á Facebook í gær, þar sem hann ræðir viðbrögð við fyrrgreindri umfjöllun. „Mörg sem ætla mér stuðning við brotamenn. Það er rangt. Þvert á móti er ég einlæglega þeirrar skoðunar að öll eigi að vera jöfn fyrir lögunum - einmitt óháð litarhafti, uppruna eða trúarbrögðum. Þau sem brjóta af sér eiga vitaskld að sæta refsingu í samræmi við lög.“ Oddur kveðst hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem fólk lýsi þeirri skoðun að í lagi sé að fólk af sumum trúarbrögðum eigi ekki að njóta hér mannréttinda. „Ég fékk tölvupóst þar sem fram kom sú skoðun að „þetta fólk“ væri best geymt á bakvið girðingu,“ skrifar Oddur. Í samtali við Vísi hafnar hann ásökunum um hagsmunatengsl. „Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar tekið að mér verkefni tengd flóttafólki. Þannig það gæti ekki verið fjær raunveruleikanum. Ekki það að mér finnst verðugt að það séu öflugir lögmenn í slíkum verkefnum og þekki marga ágæta kollega sem hafa sinnt þessu og gert það vel.“ Segir meira um „frændgarð og bakgrunn“ Helga Magnúsi finnst að Oddur sé að þagga niður umræðu sem sé ekki í samræmi við hans hagsmuni. Flokkur „móður hans VG reyndi í þessu skyni að koma á heilum lagabálki á síðasta þingi um hvað megi segja og hvað ekki byggt á þeirra eigin pólitísku mælikvörðum,“ skrifar hann einnig. Helgi Magnús vísar þar væntanlega til starfshóps sem Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra skipaði gegn hatursorðræðu „til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi,“ eins og það var orðað á vef Stjórnarráðsins. „Fásinna sem George Orwell ritaði um bók sinni 1984 fyrir margt löngu og enginn trúði að gæti orðið raunveruleiki. Segir það meira en flest orð um frændgarð og bakgrunn þessa lögmanns.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira