Eyðir 33 milljónum í skrokkinn á sér á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 16:15 Derrick Henry er enginn meðalmaður. Hann kveður nú Tennessee Titans eftir sjö ár. Getty/ Justin Ford NFL stórstjarnan Derrick Henry hefur hlaupið yfir mann og annan í deildinni undanfarin ár og verið einn besti hlaupari hennar. Hann er í rosalegu formi og passar líka einstaklega vel upp á líkama sinn. Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira