Hræsni Diljár María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp skrifar 18. júlí 2024 12:04 Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar