„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 19:16 Meðal þess sem kann að skýra hækkun íbúðaverðs er aukin eftirspurn eftir húsnæði á öðrum svæðum í kjölfar jarðhræringanna í Grindavík. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una. Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una.
Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent