Tilgangur atvinnurekstrarbanns Lárus Sigurður Lárusson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun