Jón Axel er Grindvíkingur og hóf meistaraflokksferilinn árið 2012. Hann spilaði hér á landi til 2016 og fluttist þá til Bandaríkjanna í háskólanám þar sem hann spilaði með Davidson Wildcats, sama liði og Steph Curry.
Undanfarin ár hefur hann leikið með félögum í Þýskalandi og Ítalíu ásamt stuttu stoppi hjá Grindavík.
Á nýliðnu tímabili með HLA Alicante í næstefstu deild skoraði hann 12,2 stig og gaf 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Grindvíkingar vonuðust til að fá þennan öfluga leikstjórnanda til liðs við sig í Bónus-deildinni á næsta tímabili en tilkynnt var um félagaskiptin til San Pablo Burgos rétt áðan.
PROTAGONISTAS | Jón Axel Guðmundsson, altura y físico en la dirección de juego
— Longevida San Pablo Burgos 🫂 (@SanPabloBurgos) July 17, 2024
➡️ El base islandés formará parte del equipo durante la temporada 2024/25 de #PrimeraFEB
📝 https://t.co/JfFrBNjyIn#BienvenidoGuðmundsson 💙 pic.twitter.com/YYOi90c2XE