Wiegman gaf lítið fyrir það að hún gæti tekið við enska karlalandsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2024 11:30 Sarina Wiegman ræðir við leikmenn enska landsliðsins eftir leikinn gegn Svíþjóð í gær. Hann endaði með markalausu jafntefli sem dugði Englandi til að komast á EM 2025. getty/Naomi Baker Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, gaf lítið fyrir orðróm þess efnis að hún gæti tekið við karlalandsliðinu af Gareth Southgate. Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira