Wiegman gaf lítið fyrir það að hún gæti tekið við enska karlalandsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2024 11:30 Sarina Wiegman ræðir við leikmenn enska landsliðsins eftir leikinn gegn Svíþjóð í gær. Hann endaði með markalausu jafntefli sem dugði Englandi til að komast á EM 2025. getty/Naomi Baker Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, gaf lítið fyrir orðróm þess efnis að hún gæti tekið við karlalandsliðinu af Gareth Southgate. Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira