„Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 21:31 Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Mynd/aðsend Aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa verið of kostnaðarsamar og hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem telur íhlutun hins opinbera fela í sér ríkisvæðingu á húsnæðismarkaði. Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira