„Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 21:31 Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Mynd/aðsend Aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa verið of kostnaðarsamar og hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem telur íhlutun hins opinbera fela í sér ríkisvæðingu á húsnæðismarkaði. Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira