„Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 21:31 Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Mynd/aðsend Aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa verið of kostnaðarsamar og hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem telur íhlutun hins opinbera fela í sér ríkisvæðingu á húsnæðismarkaði. Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur