Arion: Ferðaþjónusta mun sækja í sig veðrið á næsta ári
![Greiningardeild Arion banka spáir því í uppfærðri efnahagsspá að það leggi 2,2 milljónir ferðamanna leið sína um Keflavíkurflugvöll í ár, rétt eins og í fyrra. Í apríl spáði hún að fjöldi ferðamanna yrði um 2,3 milljónir.](https://www.visir.is/i/A25D37A34E95C8BA2CB561D158C0EBD846B08D1BF00BA6D3AFA7752496C1D83E_713x0.jpg)
Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/845E2B59025D6E69315EB1CA3E4C8F166FD6E491180315A28B3706F72C8D3FAA_308x200.jpg)
Fjárfestar stækka framvirka stöðu með krónunni um tugi milljarða
Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni þá hefur það ekki haft neikvæð áhrif á væntingar fjárfesta um gengisþróun krónunnar en þeir hafa aukið stöðutöku sína um tugi milljarða á síðustu mánuðum. Eftir að hafa haldist óvenju stöðugt um langt skeið gagnvart evrunni hefur gengið styrkst lítillega á síðustu vikum.
![](https://www.visir.is/i/6EA1297D9FFA503DD890363F63AA85A8CC213414DC771989C1E2CD78FED1C3E1_308x200.jpg)
Hótelrekendur vonast til að sala hrökkvi í gang eftir afbókanir
Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja.
![](https://www.visir.is/i/866622AE3A048619AF2D583DB1472A3B9B5B2FD76F6DD19DAD0BDD794514D9E0_308x200.jpg)
Hlutabréfaverð flugfélaganna fellur og smærri fjárfestar færa sig í Alvotech
Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.