Fasteignakaup fjárfesta vísbending um að fasteignaverð haldi áfram að hækka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 13:16 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira