„Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína“ Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2024 10:50 María Lilja og Sema Erla. Þær stofnuðu til fjársöfnunar undir merkjum Solaris, fóru til Palestínu og hjálpuðu fjölmörgum af svæðinu. Og var fagnað sem hetjum, en ekki eru allir ánægðir með framtak þeirra. vísir/vilhelm Embætti ríkissaksóknara hefur skipað Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rannsókn á fjársöfnun Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða samtakanna. Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars. Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars.
Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54