Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 18:48 Kári Stefánsson forstjóri ÍE, og síðasti höfundur á greininni, með Sædísi Sævarsdóttur, fyrsta höfundi á greininni. Íslensk Erfðagreining Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira