Lúsmý verði bráðlega komið um allt land Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:02 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að sumir sem bitnir hafi verið mest séu að finna minna fyrir bitinu. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum. Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn. Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn.
Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira