„Rasísk“ ummæli foreldrafulltrúa vekja reiði íbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 15:07 Móttökustöðin umdeilda veðrur starfræktur í Breiðagerðisskóla. vísir Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans. Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira