Karfa loftbelgsins valt á hliðina í lendingunni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2024 22:44 Karfan komin á hliðina eftir lendingu. Mennirnir þrír um borð dragast áfram í körfunni eftir móanum. Bjarni Einarsson Þeir sem sáu loftbelginn hverfa upp í háloftin yfir Rangárvöllum í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi vilja eflaust margir vita hvernig flugferðin endaði. Hér sjáum við þá sögu. Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30