Slysið varð á heiðinni upp úr klukkan 16 í dag þegar tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman og lentu báðir út af veginum.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að opnað hafi verið fyrir umferð á ný rétt fyrir klukkan átta. Lokað var fyrir umferð í báðar áttir á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir eftir umferðarslysið.