Gríðarlegur árangur af nýrri nálgun í grunnskóla Vestmannaeyja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 22:33 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna. Heilmikil umræða hefur verið í samfélaginu að undanförnu um kolsvarta stöðu drengja í skólakerfinu. Árangur drengja í námi er ekki góður, en nýjasta PISA könnunin leiddi m.a. í ljós að aðeins um annar hver drengur geti lesið sér til gagns að grunnskólagöngu lokinni. Athygli hefur vakið að árangur að rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum hefur verið mjög góður, og að viðsnúningur til betra skólakerfis, bæði fyrir drengi og stúlkur hafi gerst hratt. „Þetta er kerfisvandi, ekki vandi drengja“ Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að árangurinn megi rekja til þess að árið 2021 hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun í Vestmannaeyjum um að stíga inn í og gera breytingar. Þá var tekin ákvörðun um að vera þátttakandi í þessu verkefni, sem Hermundur Sigmundsson prófessor á frumkvæði að. Verkefnið er í samstarfi við Háskóla Íslands, Menntamálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins. Hún segir að drengir séu ekki vandamál, vandinn sé kerfislægur og ekki vandi drengja. „Það er ekki munur á stúlkum og drengjum hjá okkur, þetta snýst um umhverfið sem þú ert að skapa,“ segir Íris. „Við höfum gert ýmislegt hérna til að brjótast út úr þessum aðstæðum sem hafa verið í skólakerfinu frekar lengi.“ Hreyfing á hverjum degi og ástríðutímar í lok dags Íris segir að í verkefninu Kveikjum neistann, felist í rauninni ný nálgun á það hvernig skóladagurinn er byggður upp. Til að mynda hefjist hver einasti dagur á hreyfingu. „Það eru auðvitað tveir leikfimistímar og einn sundtími í viku. En svo er öðruvísi hreyfing hina dagana. Það er hreyfing á hverjum degi fyrir hádegi. Þetta skiptir máli,“ segir Íris. Svo séu ástríðutímar í lok hvers dags, en þar fái hver nemandi að velja það sem þeim finnst gaman að gera. „Þú færð að velja í upphafi dags, ef þér finnst rosalega gaman í matreiðslu, þá bara geturðu valið það alltaf eftir hádegi,“ segir Íris. Til að ljúka deginum hafi þau alltaf eitthvað til að hlakka til. Krakkar að leika sér í Vestmannaeyjum. Íris segir hreyfingu í upphafi hvers dags skipta miklu máli fyrir börnin.Vísir/Vilhelm Einnig séu svokallaðir þjálfunartímar. „Allir eru með áskoranir við hæfi, og það fá allir eftirfylgni. Hver og einn keppir svolítið við sjálfan sig. Svo eru stöðluð mælitæki, og þú ert klárlega alltaf að bæta þig, af því að þú ert alltaf að miða við árangurinn sem þú náðir sjálfur síðast,“ segir Íris. Þetta sé ný nálgun á það hvernig skólanum er stillt upp. Árangurinn hefur ekki leynt sér Árangurinn af þessari nýju nálgun virðist vera mjög góður. Í vetur hafa þrír árgangar fylgt verkefninu, og niðurstöðurnar hafa verið mjög jákvæðar, sérstaklega ef horft er til rannsóknarhópsins sem er nú í þriðja bekk. 91 prósent nemenda í þriðja bekk teljast nú læsir samkvæmt niðurstöðum mælitækisins LÆS III. Jákvæðra áhrifa gætir þó einnig á öðrum sviðum. „Það sem að við uppgötvuðum og kom í ljós, er að börnin virðast vera glaðari og ánægðari, og foreldrarnir eru ánægðari með skólann. Við höfum gert tengslakannanir í öðrum bekk í skólanum í um tuttugu ár, og krakkarnir upplifa það nú að þau eigi miklu fleiri vini,“ segir Íris. Fyrir breytingarnar hafi flestir svarað því að þau ættu sjö til átta vini, en eftir breytingarnar hafi meðaltalið færst yfir í átján til tuttugu vini. „Við erum ótrúlega ánægð með þetta. En númer eitt, tvö og þrjú, snýst verkefnið um það að allir geti nýtt sína styrkleika, og að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra, öll, alveg sama úr hvaða aðstæðum þau koma,“ segir Íris. Alltaf snúist svona breytingar um að skólasamfélagið sjálft keyri svona breytingar í gegn. „Ég er alveg gríðarlega ánægð með það hvernig grunnskólinn og starfsfólkið þar hefur tekist við þær áskoranir sem fylgja svona breytingum, og náð svona góðum árangri,“ segir Íris. Sjá frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu verkefnisins. Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Grunnskólar Tengdar fréttir Nefnir legókeppni sem mögulegt ráð við vanda drengja „Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“ 10. júní 2024 16:07 Kynna úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynna viðamikil úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu í blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur hér á Vísi. 6. júní 2024 13:22 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Heilmikil umræða hefur verið í samfélaginu að undanförnu um kolsvarta stöðu drengja í skólakerfinu. Árangur drengja í námi er ekki góður, en nýjasta PISA könnunin leiddi m.a. í ljós að aðeins um annar hver drengur geti lesið sér til gagns að grunnskólagöngu lokinni. Athygli hefur vakið að árangur að rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum hefur verið mjög góður, og að viðsnúningur til betra skólakerfis, bæði fyrir drengi og stúlkur hafi gerst hratt. „Þetta er kerfisvandi, ekki vandi drengja“ Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að árangurinn megi rekja til þess að árið 2021 hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun í Vestmannaeyjum um að stíga inn í og gera breytingar. Þá var tekin ákvörðun um að vera þátttakandi í þessu verkefni, sem Hermundur Sigmundsson prófessor á frumkvæði að. Verkefnið er í samstarfi við Háskóla Íslands, Menntamálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins. Hún segir að drengir séu ekki vandamál, vandinn sé kerfislægur og ekki vandi drengja. „Það er ekki munur á stúlkum og drengjum hjá okkur, þetta snýst um umhverfið sem þú ert að skapa,“ segir Íris. „Við höfum gert ýmislegt hérna til að brjótast út úr þessum aðstæðum sem hafa verið í skólakerfinu frekar lengi.“ Hreyfing á hverjum degi og ástríðutímar í lok dags Íris segir að í verkefninu Kveikjum neistann, felist í rauninni ný nálgun á það hvernig skóladagurinn er byggður upp. Til að mynda hefjist hver einasti dagur á hreyfingu. „Það eru auðvitað tveir leikfimistímar og einn sundtími í viku. En svo er öðruvísi hreyfing hina dagana. Það er hreyfing á hverjum degi fyrir hádegi. Þetta skiptir máli,“ segir Íris. Svo séu ástríðutímar í lok hvers dags, en þar fái hver nemandi að velja það sem þeim finnst gaman að gera. „Þú færð að velja í upphafi dags, ef þér finnst rosalega gaman í matreiðslu, þá bara geturðu valið það alltaf eftir hádegi,“ segir Íris. Til að ljúka deginum hafi þau alltaf eitthvað til að hlakka til. Krakkar að leika sér í Vestmannaeyjum. Íris segir hreyfingu í upphafi hvers dags skipta miklu máli fyrir börnin.Vísir/Vilhelm Einnig séu svokallaðir þjálfunartímar. „Allir eru með áskoranir við hæfi, og það fá allir eftirfylgni. Hver og einn keppir svolítið við sjálfan sig. Svo eru stöðluð mælitæki, og þú ert klárlega alltaf að bæta þig, af því að þú ert alltaf að miða við árangurinn sem þú náðir sjálfur síðast,“ segir Íris. Þetta sé ný nálgun á það hvernig skólanum er stillt upp. Árangurinn hefur ekki leynt sér Árangurinn af þessari nýju nálgun virðist vera mjög góður. Í vetur hafa þrír árgangar fylgt verkefninu, og niðurstöðurnar hafa verið mjög jákvæðar, sérstaklega ef horft er til rannsóknarhópsins sem er nú í þriðja bekk. 91 prósent nemenda í þriðja bekk teljast nú læsir samkvæmt niðurstöðum mælitækisins LÆS III. Jákvæðra áhrifa gætir þó einnig á öðrum sviðum. „Það sem að við uppgötvuðum og kom í ljós, er að börnin virðast vera glaðari og ánægðari, og foreldrarnir eru ánægðari með skólann. Við höfum gert tengslakannanir í öðrum bekk í skólanum í um tuttugu ár, og krakkarnir upplifa það nú að þau eigi miklu fleiri vini,“ segir Íris. Fyrir breytingarnar hafi flestir svarað því að þau ættu sjö til átta vini, en eftir breytingarnar hafi meðaltalið færst yfir í átján til tuttugu vini. „Við erum ótrúlega ánægð með þetta. En númer eitt, tvö og þrjú, snýst verkefnið um það að allir geti nýtt sína styrkleika, og að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra, öll, alveg sama úr hvaða aðstæðum þau koma,“ segir Íris. Alltaf snúist svona breytingar um að skólasamfélagið sjálft keyri svona breytingar í gegn. „Ég er alveg gríðarlega ánægð með það hvernig grunnskólinn og starfsfólkið þar hefur tekist við þær áskoranir sem fylgja svona breytingum, og náð svona góðum árangri,“ segir Íris. Sjá frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu verkefnisins.
Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Grunnskólar Tengdar fréttir Nefnir legókeppni sem mögulegt ráð við vanda drengja „Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“ 10. júní 2024 16:07 Kynna úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynna viðamikil úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu í blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur hér á Vísi. 6. júní 2024 13:22 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Nefnir legókeppni sem mögulegt ráð við vanda drengja „Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“ 10. júní 2024 16:07
Kynna úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynna viðamikil úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu í blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur hér á Vísi. 6. júní 2024 13:22