„Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2024 19:01 Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Einar Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir Evrópuleik morgundagsins við Linfield frá Norður-Írlandi. Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira