„Núna er kjörið tækifæri fyrir framan okkar áhorfendur að taka sigurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 20:15 Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað eitt mark í sex A-landsleikjum. stöð 2 sport Eftir að hafa glímt við meiðsli Bryndís Arna Níelsdóttir komin aftur á völlinn og ætlar að hjálpa íslenska fótboltalandsliðinu að tryggja sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti