Reykjavíkurborg ógnar velferð íbúa sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni Aldís Þóra Steindórsdóttir skrifar 9. júlí 2024 12:39 Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar