Nýr verjandi Quang Le segir búið að dæma skjólstæðing sinn Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2024 11:53 Sveinn Andri segir Quang Lé hafa mátt sæta ótrúlegu harðræði, nokkuð sem enginn af íslensku bergi hefði mátt þola. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið við máli Quang Lé og er nú verjandi hans. Sveinn segir skjólstæðing sinn grátt leikinn, og enginn Íslendingur hefði mátt þola annað eins. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Sveinn Andri segir það furðanlega langan tíma. Allar rannsóknir sýni að svo langur tími geti haft gríðarlega skaðleg áhrif á andlega heilsu manna. „Eftir sjö vikur eru menn orðnir blaðsalat. Þetta eru almenn viðmið frá læknum og fyrrverandi Landlæknir ritaði um þetta fræga grein. Þrjár vikur eru algjört hámark ef einangrunin á ekki að bitna varanlega á þeim sem því sætir,“ segir Sveinn Andri. Eftir að einangrun fólksins var aflétt mátti það sæta gæsluvarðhaldi til 14. júní síðastliðins, talsvert lengur en almenn tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. Þegar búið að dæma Quang Lé Hann segir reyndar Quang Lé sæmilega brattan en sömu sögu sé ekki að segja af öðrum í fjölskyldunni sem máttu þola þetta. Sveinn Andri segir þetta mál hið einkennilegasta og öllu sé á haus snúið. Það hefði aldrei átt að þurfa að taka allan þennan tíma í að rannsaka málið. Þetta snúist um vinnuréttarsamband við slatta af starfsfólki og ætlað peningaþvætti. Allt liggi þetta meira og minna fyrir og þurfi ekki lengi að vesenast með það. „Einangrunin er notuð til að brjóta fólk niður,“ segir Sveinn Andri. Ef Quang Lé væri af íslensku bergi brotinn þá hefði hann aldrei í lífinu þurft að þola annað eins. En hann hafi hins vegar þegar tekið út refsingu í málinu. „Venjulega eru mál rannsökuð, svo er dæmt og menn sekir eða sýknaðir eftir atvikum. Og taka þá afleiðingum gjörða sinna. Hann hefur verið gersamlega knésettur áður en nokkuð af þessu liggur fyrir. Hann er þegar farinn að taka afleiðingum áður en dæmt er. Það er búið að hafa af honum öll viðskipti, félög hans knúin í gjaldþrot, búið að loka á öll bankaviðskipti … hann er að verða fyrir tjóni sem nemur hundruðum milljóna.“ Sveinn Andri segir svo umfangsmikla umfjöllun og verið hefur um málið hljóti að smitast, allir þeir sem lesi fréttir hafi myndað sér skoðun á því. Hann vonar bara að dómurum takist að halda sér hlutlausum gagnvart viðfangsefninu. Segir lögreglu ekki með málið á hreinu Og Sveinn Andri setur fram þá kenningu að aldrei hefði til þessa komið ef lögreglan væri með almennilegt mál í höndunum. Það sé hans reynsla að ef lögreglan leki upplýsingum, þá ríki óvissa um málin. „Verjendum hafa verið skömmtuð málsgögn og mörgum þeirra hefur verið haldið frá verjendum. Blaðamenn virðast í sumum tilfellum vita meira um málið en verjandinn.“ Sveinn Andri segir þetta minna á villta vestrið, það sé í raun búið að festa sinn mann upp í hæsta tré. „Mér skilst að það sé stefnt að því að ljúka rannsókn þessa máls með haustinu, svo á þetta eftir að fara til héraðssaksóknara. Fólkið er í farbanni og þá er ætlast til að það gangi hraðar en ella en ég sé ekki fyrir að málið fari í dóm fyrr en á næsta ári.“ Sveinn Andri segir lögreglan og saksóknari hafi farið mikinn í málinu nú þegar, það bendi til þess að ekki sé allt klippt og klárt og tímabært að einhver andmæli því sem frá lögreglu hefur komið um málið. Þeirri stefnu að svara ekki fyrir sig í fjölmiðlum, henni hafi nú verið breytt. Uppfært 14:52. Mishermt var að Quang Le hafi verið þrjár vikur í einangrun meðan hann dvaldi í gæsluvarðhaldi. Hið rétta er að hann dvaldi í sjö vikur í gæsluvarðhaldi. Eru lesendur beðnir afsökunar á þessu. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Sveinn Andri segir það furðanlega langan tíma. Allar rannsóknir sýni að svo langur tími geti haft gríðarlega skaðleg áhrif á andlega heilsu manna. „Eftir sjö vikur eru menn orðnir blaðsalat. Þetta eru almenn viðmið frá læknum og fyrrverandi Landlæknir ritaði um þetta fræga grein. Þrjár vikur eru algjört hámark ef einangrunin á ekki að bitna varanlega á þeim sem því sætir,“ segir Sveinn Andri. Eftir að einangrun fólksins var aflétt mátti það sæta gæsluvarðhaldi til 14. júní síðastliðins, talsvert lengur en almenn tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. Þegar búið að dæma Quang Lé Hann segir reyndar Quang Lé sæmilega brattan en sömu sögu sé ekki að segja af öðrum í fjölskyldunni sem máttu þola þetta. Sveinn Andri segir þetta mál hið einkennilegasta og öllu sé á haus snúið. Það hefði aldrei átt að þurfa að taka allan þennan tíma í að rannsaka málið. Þetta snúist um vinnuréttarsamband við slatta af starfsfólki og ætlað peningaþvætti. Allt liggi þetta meira og minna fyrir og þurfi ekki lengi að vesenast með það. „Einangrunin er notuð til að brjóta fólk niður,“ segir Sveinn Andri. Ef Quang Lé væri af íslensku bergi brotinn þá hefði hann aldrei í lífinu þurft að þola annað eins. En hann hafi hins vegar þegar tekið út refsingu í málinu. „Venjulega eru mál rannsökuð, svo er dæmt og menn sekir eða sýknaðir eftir atvikum. Og taka þá afleiðingum gjörða sinna. Hann hefur verið gersamlega knésettur áður en nokkuð af þessu liggur fyrir. Hann er þegar farinn að taka afleiðingum áður en dæmt er. Það er búið að hafa af honum öll viðskipti, félög hans knúin í gjaldþrot, búið að loka á öll bankaviðskipti … hann er að verða fyrir tjóni sem nemur hundruðum milljóna.“ Sveinn Andri segir svo umfangsmikla umfjöllun og verið hefur um málið hljóti að smitast, allir þeir sem lesi fréttir hafi myndað sér skoðun á því. Hann vonar bara að dómurum takist að halda sér hlutlausum gagnvart viðfangsefninu. Segir lögreglu ekki með málið á hreinu Og Sveinn Andri setur fram þá kenningu að aldrei hefði til þessa komið ef lögreglan væri með almennilegt mál í höndunum. Það sé hans reynsla að ef lögreglan leki upplýsingum, þá ríki óvissa um málin. „Verjendum hafa verið skömmtuð málsgögn og mörgum þeirra hefur verið haldið frá verjendum. Blaðamenn virðast í sumum tilfellum vita meira um málið en verjandinn.“ Sveinn Andri segir þetta minna á villta vestrið, það sé í raun búið að festa sinn mann upp í hæsta tré. „Mér skilst að það sé stefnt að því að ljúka rannsókn þessa máls með haustinu, svo á þetta eftir að fara til héraðssaksóknara. Fólkið er í farbanni og þá er ætlast til að það gangi hraðar en ella en ég sé ekki fyrir að málið fari í dóm fyrr en á næsta ári.“ Sveinn Andri segir lögreglan og saksóknari hafi farið mikinn í málinu nú þegar, það bendi til þess að ekki sé allt klippt og klárt og tímabært að einhver andmæli því sem frá lögreglu hefur komið um málið. Þeirri stefnu að svara ekki fyrir sig í fjölmiðlum, henni hafi nú verið breytt. Uppfært 14:52. Mishermt var að Quang Le hafi verið þrjár vikur í einangrun meðan hann dvaldi í gæsluvarðhaldi. Hið rétta er að hann dvaldi í sjö vikur í gæsluvarðhaldi. Eru lesendur beðnir afsökunar á þessu.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira