Fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 07:40 Sandra Bradley með steininn Fullsterka í Dritvík. @sandrabradley_ Þýska aflraunakonan Sandra Bradley hefur lagt það í vana sinn að mæta til Íslands og lyfta steinum sem engin kona hefur lyft áður. Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_) Aflraunir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_)
Aflraunir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira