Fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 07:40 Sandra Bradley með steininn Fullsterka í Dritvík. @sandrabradley_ Þýska aflraunakonan Sandra Bradley hefur lagt það í vana sinn að mæta til Íslands og lyfta steinum sem engin kona hefur lyft áður. Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_) Aflraunir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_)
Aflraunir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira