Vaxandi vanskil merki um víðtækari vanda framundan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 22:07 Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vísir/Einar Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín. Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira