Umræða um útlendinga oft harkaleg og ekki uppbyggileg Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2024 06:25 Guðmundur Ingi segir slíka stefnu aldrei hafa verið birta á svo mörgum tungumálum áður. Stefnan er birt á íslensku, ensku og pólsku, auk þess sem hún kemur út á auðlesinni íslensku. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umræðu um útlendinga hafa verið harkalega og ekki uppbyggilega. Hann kynnti nýlega fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Markmiðið með stefnunni er að búa til samfélag sem er jafnara og býður upp á sömu tækifæri fyrir alla, óháð uppruna. Í haust mun hann leggja fram tillögu til þingsályktunarum stefnuna til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára. „Við erum að kynna drög að fyrstu stefnu á Íslandi í málefnum innflytjenda og það eru tímamót í mínum huga,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra um Drög að stefnu (hvítbók) í málefnum innflytjenda sem var birt í samráðsgátt í maí. Yfirskrift hennar er „Samfélag okkar allra – framtíð og stefna Íslands í málefnum innflytjenda“. Hann segir að fyrir hafi verið ýmsar framkvæmdaáætlanir sem hafi verið samþykktar á þingi en þær hafi ekki verið unnar á grundvelli heildstæðrar stefnumótunar, eins og var gert í þetta sinn. Tuttugu umsagnir Samráðsferlinu lauk 21. júní. Alls bárust tuttugu umsagnir frá einstaklingum, sveitarfélögum og samtökum í samráðsgátt. Þar eru til dæmis lagðir til fleiri mælikvarðar en líka gerðar athugasemdir við einstaka markmið og mælingu þeirra. Sem dæmi harmar ASÍ í sinni umsögn að ekki sé í hvítbókinni gert ráð fyrir einhverri einni stofnun sem muni sjá um að þjónusta alla nýja íbúa. Þá er einnig í umsögn þeirra lögð rík áhersla á að stjórnvöld eigi í virku samtali við innflytjendur sama hversu lengi þau ætla að dvelja hér, hvaðan þau koma og hvaða tungumál þau tala. Í umsögn Þroskahjálpar er ítrekað mikilvægi þess að tryggja þeim góða þjónustu sem búa við tvöfalda eða margfalda mismunun, eins og innflytjendur sem eru með fötlun. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að í hvítbókinni mætti fjalla sérstaklega um nauðsyn þess að skerpa á samþættingu þjónustu og samráði milli stjórnsýslustiga. Í umsögn Rauða krossins er bent á að ekki sé nægilega vel haldið utan um viðkvæma hópa og nefna þau sem dæmi ungt fólk, 16 til 18 ára. Þá bendir Viðskiptaráð í sinni umsögn á að ýmis mælanleg markmið séu sett fram en núverandi staða sé ekki þekkt. Án hennar sé ekki hægt að vita hvort árangur hafi náðst. Þingsályktun og aðgerðaáætlun Guðmundur Ingi hyggst á haustþingi leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnuna ásamt framkvæmdaáætlun til að fylgja eftir markmiðum hennar. Stefnan verður til fimmtán ára en aðgerðaáætlunin til fjögurra ára að sögn Guðmundar Inga. Hann segir þetta verkefni bæði eitt af þeim sem sé í stjórnarsáttmála frá árinu 2021 en einnig hluti af framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar sem samið var um í febrúar, þegar Katrín hætti sem forsætisráðherra. „Það er kannski hægt að spyrja af hverju erum við að setja fram svona stefnu og það er auðvitað í fyrsta lagi að það hefur orðið gríðarleg fjölgun í fjölda innflytjenda á síðustu árum. Ef við horfum til 2012 voru um átta prósent landsmanna innflytjendur, núna erum við komin upp í sirka 18 prósent.“ Fjölgunin hafi þannig verið gríðarleg og ein sú mesta innan allra OECD landa. Í stefnunni sé verið að horfa á nokkra ólíka hópa. Til fólks sem komi hingað til að vinna á grundvelli EES-samnings, til þeirra sem komi frá löndun utan EES og svo til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Fjölmennasti hópurinn séu þau sem komi hingað á grundvelli EES-samning. Það sé um 80 prósent innflytjenda. Um tíu prósent komi utan þess til að vinna og svo tíu prósent sem koma í leit að alþjóðlegri vernd. Guðmundur Ingi segir að í þungri umræðu um hælisleitendur, sem séu lítið hlutfall innflytjenda, gleymist oft að tala um heildina. „Auðvitað þarf að huga að mismunandi hlutum eftir því hvað fólk kemur með sér. Þá er ég að meina að það er mismunandi ástatt um fólk þegar það kemur hingað. Það eru mismunandi áskoranir sem fólk þarf að takast á við,“ Þannig sé heilmikill munur á því að koma hingað sem flóttamaður úr stríðsátökum eða eftir að hafa lent í ofsóknum samanborið við manneskju sem kemur hingað frá Spáni, Póllandi eða Portúgal til að vinna. Það er gríðarlegur munur bara þegar við horfum á þetta en það er líka mjög margt sameiginlegt sem innflytjendur eiga á Íslandi,“ segir Guðmundur og að það hafi að miklu leyti verið dregið saman í grænbókinni um innflytjendur sem kom út síðasta haust. „Þar sjáum við meðal annars að atvinnuþátttaka er mikil meðal innflytjenda á Íslandi. Hún er meira að segja meiri en meðal innfæddra. Hún er líka mikil í alþjóðlegum samanburði og við Norðurlöndin.“ Þá hafi þau einnig séð að innflytjendur eigi það sameiginlegt, sama hver bakgrunnur þeirra er, að íslenskukunnátta þeirra er ekki góð. „Hún er hamlandi þáttur í þátttöku fólks í samfélaginu. Við sjáum líka að innflytjendur eru almennt að sinna störfum sem að eru láglaunastörf, þó svo að þau hafi menntun, háskólamenntun eða annars konar menntun sem gæti nýst þeim til að vera öðru starfi.“ Menntunarstigið sé þannig hlutfallslega ekki öðruvísi hjá innflytjendum eða innfæddum en hlutfall innflytjenda í láglaunastörfum þrátt fyrir mikla menntun sé miklu hærra. Guðmundur Ingi segir þannig markmiðið með stefnunni að búa til samfélag sem er jafnara og býður upp á sömu tækifæri fyrir alla, óháð uppruna. „Við erum í rauninni að reyna að búa til samfélag okkar allra, eins og stefnan heitir. Þar sem að ábyrgðin er ekki bara hjá innflytjendum, að verða þátttakendur í samfélaginu, heldur líka innfæddum og með því móti getum við búið til samfélag sem er inngildandi. Og það er samvinnuverkefni okkar allra.“ Þannig sé hægt að vinna gegn stéttaskiptingu og fátækt meðal innflytjenda. Það komi auk þess best út fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið ef fólk fær að gera það sem það er best í. Guðmundur Ingi segir markmið stefnunnar að skapa samfélag þar sem allir hafi jöfn tækifæri, óháð uppruna.Vísir/Vilhelm „Það eru áskoranir en það eru jafnframt tækifæri sem liggja meðal annars í akkúrat þessu,“ segir Guðmundur og að stjórnvöld geti, sem dæmi, gert betur þegar kemur að því að meta menntun fólks að utan. Menntun sé alltaf fjárfesting og þá skipti ekki máli hvaðan fólk kemur. Birt á þremur tungumálum Stefnan er birt á þremur tungumálum en einnig á auðlesnu tungumáli. Guðmundur segir þetta ekki hafa verið gert áður en sé ákaflega mikilvægt, sérstaklega í þessu máli. „Við erum virkilega að reyna að ná til innflytjendanna sjálfra vegna þess að það eru þau sem skilja sinn raunveruleika best. Eitt af því, sem var gegnumgangandi, að fólk vill læra tungumálið okkar. Það vill læra íslensku því það gerir sér grein fyrir því að það er lykillinn að aukinni og verðmætari þátttöku í samfélaginu.“ Þurfi ekki að fallbeygja eða 100 prósent orðaforða Þarna liggi tækifæri. Það hafi margt breyst í kennslu tungumála í dag. Það séu komnar nýjar lausnir sem auðveldi aðgengi til dæmis þeirra sem eru á landsbyggðinni. Bæði með fjarkennslu og með allskonar öppum. Hann nefndir sem dæmi Bara tala þar sem hægt er að fá kennslu með tilliti til þess iðnaðar sem fólk starfar í. „Stundum kemur fólk bara í þeim tilgangi að vera hér í þrjá mánuði að vinna. En svo er bara pínulítið gaman að vera á Íslandi. Þú verður ástfanginn og þú heldur áfram og ert allt í einu búinn að vera í þrjú ár. En ert ekki búinn að læra tungumálið því þú ætlaðir að vera svo stutt,“ segir Guðmundur. Það verði að vera hægt að ná til fólks sem fyrst og það sé svo mikilvægt að sama hvort fólk komi hingað til að vinna á spítala, apóteki, ferðaþjónustu eða leikskóla þá geti það þjálfað með sér grundvallarorðaforða til að geta verð í samskiptum á íslensku við samstarfsfólk og fólkið sem er verið að þjónusta ef um þjónustustarf er að ræða. „Þetta held ég að sé framtíðin, að þú getir bjargað þér. Að þú kunnir ekki að fallbeygja öll orð eða vera með 100 prósent orðaforða.“ Hann segir einnig þurfa að taka betur utan um börn innflytjenda. Það sé meira brottfall meðal þeirra úr námi. Það séu miklar áskoranir inni í skólunum. Ríkisstjórnin hafi í vor sammælst um að reyna að taka betur á því með auknum fjárframlögum til skólanna. „Þú ert kannski með 30 manna bekk og það eru töluð fjögur til sex tungumál. Þetta er risaáskorun fyrir kennarann og við verðum að geta komið þarna betur inn þannig að kennarinn geti raunverulega sinnt sínu starfi með þeim hætti að börnin séu öll að fá sama tækifæri.“ Hann segir eðlilegt að kennurum líði sumum eins og það sé ekki þannig þegar þau vinna við þessar aðstæður. Þá sé mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í aðstæðurnar til að aðstoða. Stefnan ekki hver fær að koma heldur hvað gerist eftir það Spurður hvernig sé að kynna svona stefnu inn í umræðu um útlendinga sem hafi að mörgu leyti verið heiftúðleg í þeirra garð segir Guðmundur að það sé einmitt mikilvægt við slíkar aðstæður að ræða málin. „Það er líka náttúrulega mikilvægt að átta sig á því að þetta er stefna sem tekur á málefnum fólks eftir að það er komið til landsins, og í tilfelli þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd, hafa fengið alþjóðlega vernd. Þetta er ekki stefna um það, innan gæsalappa, hver fær að koma.“ Guðmundur segir að vegna þess hafi í samráðinu verið lögð rík áhersla á að tala við fjölbreyttan hóp innflytjenda. Að markmiðið hafi verið að búa til stefnu þar sem er sameinast um framtíðarsýn fyrir fólk sem vill setjast að á Íslandi þá vonandi geti það hjálpað við að vinna gegn neikvæðri orðræðu í garð útlendinga. „Þó svo að umræðunni sé meira beint að einum hópi þá hefur hún áhrif á alla útlendinga. Mér hefur fundist umræðan vera á köflum harkaleg, og neikvæð gagnvart útlendingum, og bara ekki uppbyggileg.“ Hælisleitendur eru aðeins um tíu prósent innflytjenda.Vísir/Vilhelm Hann segir að á sama tíma finnist honum búið að leggja línurnar með því að leggja fram þessa heildarsýn. Það sé verið að leggja fram umdeild frumvörp sem snúi að lögum um útlendinga, og fjalli aðallega um hælisleitendur en með þessari stefnu sé verið að benda á að málefni innflytjenda og útlendinga snúist um svo miklu meira en bara það. „Þau snúast um líf fólks hér á landi þegar það er komið hingað og sest hér að. Sumum tilfellum fær það að setjast að í öðrum tilfellum hefur það réttinn til að gera það í gegnum EES-samninginn eða í gegnum atvinnuleyfi ef það er að koma utan EES, og svo framvegis.“ Samfélagið sé að vera stéttskiptara Guðmundur segir þetta ofboðslega mikilvægt. Innflytjendur séu nú fimmtungur þjóðarinnar. Það sé of mikil fátækt meðal þeirra og að samfélagið sé að vera stéttskiptara. Það fái ekki allir sama tækifæri til að taka þátt og hafi ekki þannig jafnmikil áhrif í samfélaginu. Því vilji hann breyta. Tungumálið er oft talið lykilinn að samfélaginu.Vísir/Einar Fram kemur í stefnunni að með hliðsjón af stöðumati grænbókarhafi verið sett fram ákveðin lykilviðfangsefni stefnumótunar í málefnum innflytjenda til næstu ára. Þar er sem dæmi talað um að tryggja góða og skilvirka upplýsingaþjónustu til innflytjenda og flóttafólks um réttindi sín og skyldur hér á landi, að efla íslenskukennslu og að greina mannaflaþörf á íslenskum vinnumarkaði. Þá er einnig talað um að stefna að inngildandi samfélagi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að innflytjendur séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins, að draga úr fátækt meðal innflytjenda og að efla lýðræðisþátttöku þeirra. „Ég held það sé alveg óhætt að segja það að við höfum ekki brugðist nægilega hratt við og það er í mínum huga mjög merkilegar að við séum núna að vinna að fyrstu stefnu í málum innflytjenda á Íslandi. Við höfum ekki tekið nægjanlega vel utan um þennan málaflokk hingað til. Ég hvet fólk auðvitað til að skoða stefnudrögin en þar erum við með framtíðarsýn um fjölmenningarsamfélag, inngildandi samfélag sem stuðlar að jöfnun tækifæra. Samfélag þar sem virðing ríkir fyrir fjölbreytileika og stefna í málefnum innflytjenda styðji við grunngildi íslenskt samfélags. Lýðræði, jafnrétti, virðingu fyrir mannréttindum.“ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vill koma upp mótttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Fjöldi Reykvíkinga með kynhlutlausa skráningu tvöföldaðist milli ára Fjöldi Reykvíkinga með hlutlausa kynskráningu tvöfaldaðist milli áranna 2022 og 2023. Þá hækkaði hlutfall innflytjenda af íbúafjölda í Reykjavík á tímabilinu 1996 til 2023 úr 2,6 prósent í 25 prósent. 19. júní 2024 13:06 Vilja bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku. 12. maí 2024 17:00 Ræða mest málefni íslenskunnar á fundum enskumælandi ráðs Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku. 25. apríl 2024 08:01 Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. 13. apríl 2024 20:05 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Við erum að kynna drög að fyrstu stefnu á Íslandi í málefnum innflytjenda og það eru tímamót í mínum huga,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra um Drög að stefnu (hvítbók) í málefnum innflytjenda sem var birt í samráðsgátt í maí. Yfirskrift hennar er „Samfélag okkar allra – framtíð og stefna Íslands í málefnum innflytjenda“. Hann segir að fyrir hafi verið ýmsar framkvæmdaáætlanir sem hafi verið samþykktar á þingi en þær hafi ekki verið unnar á grundvelli heildstæðrar stefnumótunar, eins og var gert í þetta sinn. Tuttugu umsagnir Samráðsferlinu lauk 21. júní. Alls bárust tuttugu umsagnir frá einstaklingum, sveitarfélögum og samtökum í samráðsgátt. Þar eru til dæmis lagðir til fleiri mælikvarðar en líka gerðar athugasemdir við einstaka markmið og mælingu þeirra. Sem dæmi harmar ASÍ í sinni umsögn að ekki sé í hvítbókinni gert ráð fyrir einhverri einni stofnun sem muni sjá um að þjónusta alla nýja íbúa. Þá er einnig í umsögn þeirra lögð rík áhersla á að stjórnvöld eigi í virku samtali við innflytjendur sama hversu lengi þau ætla að dvelja hér, hvaðan þau koma og hvaða tungumál þau tala. Í umsögn Þroskahjálpar er ítrekað mikilvægi þess að tryggja þeim góða þjónustu sem búa við tvöfalda eða margfalda mismunun, eins og innflytjendur sem eru með fötlun. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að í hvítbókinni mætti fjalla sérstaklega um nauðsyn þess að skerpa á samþættingu þjónustu og samráði milli stjórnsýslustiga. Í umsögn Rauða krossins er bent á að ekki sé nægilega vel haldið utan um viðkvæma hópa og nefna þau sem dæmi ungt fólk, 16 til 18 ára. Þá bendir Viðskiptaráð í sinni umsögn á að ýmis mælanleg markmið séu sett fram en núverandi staða sé ekki þekkt. Án hennar sé ekki hægt að vita hvort árangur hafi náðst. Þingsályktun og aðgerðaáætlun Guðmundur Ingi hyggst á haustþingi leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnuna ásamt framkvæmdaáætlun til að fylgja eftir markmiðum hennar. Stefnan verður til fimmtán ára en aðgerðaáætlunin til fjögurra ára að sögn Guðmundar Inga. Hann segir þetta verkefni bæði eitt af þeim sem sé í stjórnarsáttmála frá árinu 2021 en einnig hluti af framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar sem samið var um í febrúar, þegar Katrín hætti sem forsætisráðherra. „Það er kannski hægt að spyrja af hverju erum við að setja fram svona stefnu og það er auðvitað í fyrsta lagi að það hefur orðið gríðarleg fjölgun í fjölda innflytjenda á síðustu árum. Ef við horfum til 2012 voru um átta prósent landsmanna innflytjendur, núna erum við komin upp í sirka 18 prósent.“ Fjölgunin hafi þannig verið gríðarleg og ein sú mesta innan allra OECD landa. Í stefnunni sé verið að horfa á nokkra ólíka hópa. Til fólks sem komi hingað til að vinna á grundvelli EES-samnings, til þeirra sem komi frá löndun utan EES og svo til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Fjölmennasti hópurinn séu þau sem komi hingað á grundvelli EES-samning. Það sé um 80 prósent innflytjenda. Um tíu prósent komi utan þess til að vinna og svo tíu prósent sem koma í leit að alþjóðlegri vernd. Guðmundur Ingi segir að í þungri umræðu um hælisleitendur, sem séu lítið hlutfall innflytjenda, gleymist oft að tala um heildina. „Auðvitað þarf að huga að mismunandi hlutum eftir því hvað fólk kemur með sér. Þá er ég að meina að það er mismunandi ástatt um fólk þegar það kemur hingað. Það eru mismunandi áskoranir sem fólk þarf að takast á við,“ Þannig sé heilmikill munur á því að koma hingað sem flóttamaður úr stríðsátökum eða eftir að hafa lent í ofsóknum samanborið við manneskju sem kemur hingað frá Spáni, Póllandi eða Portúgal til að vinna. Það er gríðarlegur munur bara þegar við horfum á þetta en það er líka mjög margt sameiginlegt sem innflytjendur eiga á Íslandi,“ segir Guðmundur og að það hafi að miklu leyti verið dregið saman í grænbókinni um innflytjendur sem kom út síðasta haust. „Þar sjáum við meðal annars að atvinnuþátttaka er mikil meðal innflytjenda á Íslandi. Hún er meira að segja meiri en meðal innfæddra. Hún er líka mikil í alþjóðlegum samanburði og við Norðurlöndin.“ Þá hafi þau einnig séð að innflytjendur eigi það sameiginlegt, sama hver bakgrunnur þeirra er, að íslenskukunnátta þeirra er ekki góð. „Hún er hamlandi þáttur í þátttöku fólks í samfélaginu. Við sjáum líka að innflytjendur eru almennt að sinna störfum sem að eru láglaunastörf, þó svo að þau hafi menntun, háskólamenntun eða annars konar menntun sem gæti nýst þeim til að vera öðru starfi.“ Menntunarstigið sé þannig hlutfallslega ekki öðruvísi hjá innflytjendum eða innfæddum en hlutfall innflytjenda í láglaunastörfum þrátt fyrir mikla menntun sé miklu hærra. Guðmundur Ingi segir þannig markmiðið með stefnunni að búa til samfélag sem er jafnara og býður upp á sömu tækifæri fyrir alla, óháð uppruna. „Við erum í rauninni að reyna að búa til samfélag okkar allra, eins og stefnan heitir. Þar sem að ábyrgðin er ekki bara hjá innflytjendum, að verða þátttakendur í samfélaginu, heldur líka innfæddum og með því móti getum við búið til samfélag sem er inngildandi. Og það er samvinnuverkefni okkar allra.“ Þannig sé hægt að vinna gegn stéttaskiptingu og fátækt meðal innflytjenda. Það komi auk þess best út fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið ef fólk fær að gera það sem það er best í. Guðmundur Ingi segir markmið stefnunnar að skapa samfélag þar sem allir hafi jöfn tækifæri, óháð uppruna.Vísir/Vilhelm „Það eru áskoranir en það eru jafnframt tækifæri sem liggja meðal annars í akkúrat þessu,“ segir Guðmundur og að stjórnvöld geti, sem dæmi, gert betur þegar kemur að því að meta menntun fólks að utan. Menntun sé alltaf fjárfesting og þá skipti ekki máli hvaðan fólk kemur. Birt á þremur tungumálum Stefnan er birt á þremur tungumálum en einnig á auðlesnu tungumáli. Guðmundur segir þetta ekki hafa verið gert áður en sé ákaflega mikilvægt, sérstaklega í þessu máli. „Við erum virkilega að reyna að ná til innflytjendanna sjálfra vegna þess að það eru þau sem skilja sinn raunveruleika best. Eitt af því, sem var gegnumgangandi, að fólk vill læra tungumálið okkar. Það vill læra íslensku því það gerir sér grein fyrir því að það er lykillinn að aukinni og verðmætari þátttöku í samfélaginu.“ Þurfi ekki að fallbeygja eða 100 prósent orðaforða Þarna liggi tækifæri. Það hafi margt breyst í kennslu tungumála í dag. Það séu komnar nýjar lausnir sem auðveldi aðgengi til dæmis þeirra sem eru á landsbyggðinni. Bæði með fjarkennslu og með allskonar öppum. Hann nefndir sem dæmi Bara tala þar sem hægt er að fá kennslu með tilliti til þess iðnaðar sem fólk starfar í. „Stundum kemur fólk bara í þeim tilgangi að vera hér í þrjá mánuði að vinna. En svo er bara pínulítið gaman að vera á Íslandi. Þú verður ástfanginn og þú heldur áfram og ert allt í einu búinn að vera í þrjú ár. En ert ekki búinn að læra tungumálið því þú ætlaðir að vera svo stutt,“ segir Guðmundur. Það verði að vera hægt að ná til fólks sem fyrst og það sé svo mikilvægt að sama hvort fólk komi hingað til að vinna á spítala, apóteki, ferðaþjónustu eða leikskóla þá geti það þjálfað með sér grundvallarorðaforða til að geta verð í samskiptum á íslensku við samstarfsfólk og fólkið sem er verið að þjónusta ef um þjónustustarf er að ræða. „Þetta held ég að sé framtíðin, að þú getir bjargað þér. Að þú kunnir ekki að fallbeygja öll orð eða vera með 100 prósent orðaforða.“ Hann segir einnig þurfa að taka betur utan um börn innflytjenda. Það sé meira brottfall meðal þeirra úr námi. Það séu miklar áskoranir inni í skólunum. Ríkisstjórnin hafi í vor sammælst um að reyna að taka betur á því með auknum fjárframlögum til skólanna. „Þú ert kannski með 30 manna bekk og það eru töluð fjögur til sex tungumál. Þetta er risaáskorun fyrir kennarann og við verðum að geta komið þarna betur inn þannig að kennarinn geti raunverulega sinnt sínu starfi með þeim hætti að börnin séu öll að fá sama tækifæri.“ Hann segir eðlilegt að kennurum líði sumum eins og það sé ekki þannig þegar þau vinna við þessar aðstæður. Þá sé mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í aðstæðurnar til að aðstoða. Stefnan ekki hver fær að koma heldur hvað gerist eftir það Spurður hvernig sé að kynna svona stefnu inn í umræðu um útlendinga sem hafi að mörgu leyti verið heiftúðleg í þeirra garð segir Guðmundur að það sé einmitt mikilvægt við slíkar aðstæður að ræða málin. „Það er líka náttúrulega mikilvægt að átta sig á því að þetta er stefna sem tekur á málefnum fólks eftir að það er komið til landsins, og í tilfelli þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd, hafa fengið alþjóðlega vernd. Þetta er ekki stefna um það, innan gæsalappa, hver fær að koma.“ Guðmundur segir að vegna þess hafi í samráðinu verið lögð rík áhersla á að tala við fjölbreyttan hóp innflytjenda. Að markmiðið hafi verið að búa til stefnu þar sem er sameinast um framtíðarsýn fyrir fólk sem vill setjast að á Íslandi þá vonandi geti það hjálpað við að vinna gegn neikvæðri orðræðu í garð útlendinga. „Þó svo að umræðunni sé meira beint að einum hópi þá hefur hún áhrif á alla útlendinga. Mér hefur fundist umræðan vera á köflum harkaleg, og neikvæð gagnvart útlendingum, og bara ekki uppbyggileg.“ Hælisleitendur eru aðeins um tíu prósent innflytjenda.Vísir/Vilhelm Hann segir að á sama tíma finnist honum búið að leggja línurnar með því að leggja fram þessa heildarsýn. Það sé verið að leggja fram umdeild frumvörp sem snúi að lögum um útlendinga, og fjalli aðallega um hælisleitendur en með þessari stefnu sé verið að benda á að málefni innflytjenda og útlendinga snúist um svo miklu meira en bara það. „Þau snúast um líf fólks hér á landi þegar það er komið hingað og sest hér að. Sumum tilfellum fær það að setjast að í öðrum tilfellum hefur það réttinn til að gera það í gegnum EES-samninginn eða í gegnum atvinnuleyfi ef það er að koma utan EES, og svo framvegis.“ Samfélagið sé að vera stéttskiptara Guðmundur segir þetta ofboðslega mikilvægt. Innflytjendur séu nú fimmtungur þjóðarinnar. Það sé of mikil fátækt meðal þeirra og að samfélagið sé að vera stéttskiptara. Það fái ekki allir sama tækifæri til að taka þátt og hafi ekki þannig jafnmikil áhrif í samfélaginu. Því vilji hann breyta. Tungumálið er oft talið lykilinn að samfélaginu.Vísir/Einar Fram kemur í stefnunni að með hliðsjón af stöðumati grænbókarhafi verið sett fram ákveðin lykilviðfangsefni stefnumótunar í málefnum innflytjenda til næstu ára. Þar er sem dæmi talað um að tryggja góða og skilvirka upplýsingaþjónustu til innflytjenda og flóttafólks um réttindi sín og skyldur hér á landi, að efla íslenskukennslu og að greina mannaflaþörf á íslenskum vinnumarkaði. Þá er einnig talað um að stefna að inngildandi samfélagi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að innflytjendur séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins, að draga úr fátækt meðal innflytjenda og að efla lýðræðisþátttöku þeirra. „Ég held það sé alveg óhætt að segja það að við höfum ekki brugðist nægilega hratt við og það er í mínum huga mjög merkilegar að við séum núna að vinna að fyrstu stefnu í málum innflytjenda á Íslandi. Við höfum ekki tekið nægjanlega vel utan um þennan málaflokk hingað til. Ég hvet fólk auðvitað til að skoða stefnudrögin en þar erum við með framtíðarsýn um fjölmenningarsamfélag, inngildandi samfélag sem stuðlar að jöfnun tækifæra. Samfélag þar sem virðing ríkir fyrir fjölbreytileika og stefna í málefnum innflytjenda styðji við grunngildi íslenskt samfélags. Lýðræði, jafnrétti, virðingu fyrir mannréttindum.“
Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vill koma upp mótttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Fjöldi Reykvíkinga með kynhlutlausa skráningu tvöföldaðist milli ára Fjöldi Reykvíkinga með hlutlausa kynskráningu tvöfaldaðist milli áranna 2022 og 2023. Þá hækkaði hlutfall innflytjenda af íbúafjölda í Reykjavík á tímabilinu 1996 til 2023 úr 2,6 prósent í 25 prósent. 19. júní 2024 13:06 Vilja bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku. 12. maí 2024 17:00 Ræða mest málefni íslenskunnar á fundum enskumælandi ráðs Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku. 25. apríl 2024 08:01 Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. 13. apríl 2024 20:05 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Vill koma upp mótttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04
Fjöldi Reykvíkinga með kynhlutlausa skráningu tvöföldaðist milli ára Fjöldi Reykvíkinga með hlutlausa kynskráningu tvöfaldaðist milli áranna 2022 og 2023. Þá hækkaði hlutfall innflytjenda af íbúafjölda í Reykjavík á tímabilinu 1996 til 2023 úr 2,6 prósent í 25 prósent. 19. júní 2024 13:06
Vilja bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku. 12. maí 2024 17:00
Ræða mest málefni íslenskunnar á fundum enskumælandi ráðs Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku. 25. apríl 2024 08:01
Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. 13. apríl 2024 20:05