Sigmundi Davíð svarað Björn Bjarnason skrifar 6. júlí 2024 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun