Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2024 20:04 Adda Hörn og Ólafur Jóhann, sem búa við götuna Reykjamörk í Hveragerði hér hjá glæsilega gullregninu sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum. Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Blóm Tré Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Blóm Tré Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira