Slæleg vinnubrögð álagi og tímapressu að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 15:22 Páll Winkel Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal. RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“ Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“
Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira