„Væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að það var mikið stress“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:45 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) stýrði Stjörnunni í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í fyrsta sinn í kvöld. Niðurstaðan varð 1-0 sigur gegn Keflavík og fjögurra leikja taphrina liðsins því loks á enda í hans fyrsta leik. „Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
„Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31