„Væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að það var mikið stress“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:45 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) stýrði Stjörnunni í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í fyrsta sinn í kvöld. Niðurstaðan varð 1-0 sigur gegn Keflavík og fjögurra leikja taphrina liðsins því loks á enda í hans fyrsta leik. „Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
„Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31