Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert. Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira