Fyrstur í sögunni til að verja þrjár vítaspyrnur í sama EM-leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 10:30 Diogo Costa las leikmenn Slóveníu og varði allar þrjár vítaspyrnur þeirra. Ibrahim Ezzat/Getty Images Diogo Costa, markvörður Porto og Portúgals, skráði sig á spjöld sögunnar í gærkvöld þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Markvörslur hans hjálpuðu Portúgal að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
„Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48