Mögnuð reynsla og magnaður hópur Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 14:03 Frá vinstri: Magnea Hilmarsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Agnieszka Narkiewicz-Czurylo, Birna Björnsdóttir, Kath Howlet, Sara Friðgeirsdottir og Erna Héðinsdóttir. Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu. Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn. Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sjá meira
Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn.
Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sjá meira