Blendnar tilfinningar í Borgarnesi: „Það hefur nær ekkert samráð verið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 10:28 Fyrirhuguð er töluverð uppbygging á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Meðal annars stendur til að breyta þessu plani þar sem nú eru körfuboltakörfur og hjólarampar í bílastæði. Vísir/Bjarni Sveitarstjórn Borgarbyggðar er sökuð um skort á samráði við ákvörðun um uppbyggingu á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Áformin vekja blendnar tilfinningar meðal íbúa og íþróttahreyfingar, sem fagna uppbyggingu en telja forgangsröðun furðulega. Töluverð uppbygging íþróttamannvirkja er fyrirhuguð í Borgarnesi en nýtt deiliskipulag þess efnis var samþykkt á fundi byggðaráðs í liðinni viku að sögn Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð. „Það eru áform um að byggja fjölnota íþróttahús, eða knatthús, og í framhaldi af því munum við fara í endurbætur og stækkun á íþróttahúsinu okkar, það er að segja að bæta við parkethúsi,“ segir Guðveig. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að sextán metra háu, 8500 fermetra stóru knattspyrnuhúsi á landfyllingu við enda íþróttavallarins sem fyrir er á svæðinu. Þá verði 4500 fermetrar byggðir við núverandi íþróttahús. En það eru ekki allir sammála um útfærsluna. „Það eru blendnar tilfinningar. Við höfum náttúrlega beðið eftir uppbyggingu mannvirkja töluvert en við erum hugsi yfir staðsetningu, forgangsröðun og umhverfisþáttum,“ segir Sigríður Bjarnadóttir sem er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Við fögnum auðvitað allri uppbyggingu og við viljum alls ekki tefja neitt eða ekki sjá hlutina gerast. En samtalið hefði mátt vera betra við íbúa varðandi staðsetningu og svo forgangsröðunin sem var náttúrlega bara ekki í sátt við heildina heyrir maður,“ segir Sigríður. Sigríður Bjarnadóttir er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Vísir/Bjarni Verulega hafi einnig skort á samráð við íþróttahreyfinguna. „Það hefur nær ekkert samráð verið. Það hafa að sjálfsögðu verið samtöl við íþróttahreyfinguna, við ákveðna aðila, en ekki í heild sinni,“ segir Sigríður. „Á síðasta kjörtímabili var í gangi hópur sem var að skoða einmitt forgangsröðun og hann komst að þeirri niðurstöðu að íþróttahús, eða parkethús, væri þar sem mesta þörfin væri. Við gagnrýndum ýmislegt þá, við gagnrýndum lítið samráð við íþróttahreyfinguna og gerum það í rauninni ennþá.“ Það er ekki aðeins íþróttahreyfingin sem hefur gert athugasemdir en fjöldi íbúa sendi einnig inn athugasemdir um málið í skipulagsgátt. Þar er meðal annars sett út á forgangsröðun, staðsetningu og skort á samráði. Kallað er meðal annars eftir því að fyrst verði ráðist í byggingu parkethúss, áður en lagt sé af stað í byggingu knatthúss. Þar að auki eru gerðar athugasemdir við að knatthúsið muni spilla útsýni á annars fallegu stæði vallarins svo fátt eitt sé nefnt. Íbúafundur var boðaður um málið en hann er sagður hafa verið illa auglýstur og ekki duga til að eiga almennilegt samráð. Guðveig Lind Eyglóardóttir er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð.Vísir/Bjarni Innt eftir viðbrögðum segir Guðveig bæði eðlilegt og mannlegt að skiptar skoðanir séu uppi um málið. „Fólk hefur skiptar skoðanir á forgangsröðun verkefna og á hverju á að byrja. En þetta bara er niðurstaðan sem við erum sammála um að fara í,“ segir Guðveig. „Þetta hefur líka bara að gera með það að við erum með dreifðar byggðir hérna, við erum að taka á móti börnum í tómstundir hérna upp úr sveitum. Við erum að reyna að byggja upp aðstöðu sem leiðir til þess að krakkarnir geti, alla veganna yngstu krakkarnir, klárað sínar tómstundir fyrir klukkan fjögur á daginn. Og með byggingu á fjölnotahúsi og knatthúsi erum við að mæta þeirri þörf líka og létta á íþróttahúsinu okkar. En það verður bara þannig að þegar að við erum komin af stað og búin að klára það verkefni, þá verður bara farið strax af stað í parkethús,“ segir Guðveig. Til standi fyrir rest að „keyra hvoru tveggja í gang.“ Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Töluverð uppbygging íþróttamannvirkja er fyrirhuguð í Borgarnesi en nýtt deiliskipulag þess efnis var samþykkt á fundi byggðaráðs í liðinni viku að sögn Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð. „Það eru áform um að byggja fjölnota íþróttahús, eða knatthús, og í framhaldi af því munum við fara í endurbætur og stækkun á íþróttahúsinu okkar, það er að segja að bæta við parkethúsi,“ segir Guðveig. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að sextán metra háu, 8500 fermetra stóru knattspyrnuhúsi á landfyllingu við enda íþróttavallarins sem fyrir er á svæðinu. Þá verði 4500 fermetrar byggðir við núverandi íþróttahús. En það eru ekki allir sammála um útfærsluna. „Það eru blendnar tilfinningar. Við höfum náttúrlega beðið eftir uppbyggingu mannvirkja töluvert en við erum hugsi yfir staðsetningu, forgangsröðun og umhverfisþáttum,“ segir Sigríður Bjarnadóttir sem er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Við fögnum auðvitað allri uppbyggingu og við viljum alls ekki tefja neitt eða ekki sjá hlutina gerast. En samtalið hefði mátt vera betra við íbúa varðandi staðsetningu og svo forgangsröðunin sem var náttúrlega bara ekki í sátt við heildina heyrir maður,“ segir Sigríður. Sigríður Bjarnadóttir er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Vísir/Bjarni Verulega hafi einnig skort á samráð við íþróttahreyfinguna. „Það hefur nær ekkert samráð verið. Það hafa að sjálfsögðu verið samtöl við íþróttahreyfinguna, við ákveðna aðila, en ekki í heild sinni,“ segir Sigríður. „Á síðasta kjörtímabili var í gangi hópur sem var að skoða einmitt forgangsröðun og hann komst að þeirri niðurstöðu að íþróttahús, eða parkethús, væri þar sem mesta þörfin væri. Við gagnrýndum ýmislegt þá, við gagnrýndum lítið samráð við íþróttahreyfinguna og gerum það í rauninni ennþá.“ Það er ekki aðeins íþróttahreyfingin sem hefur gert athugasemdir en fjöldi íbúa sendi einnig inn athugasemdir um málið í skipulagsgátt. Þar er meðal annars sett út á forgangsröðun, staðsetningu og skort á samráði. Kallað er meðal annars eftir því að fyrst verði ráðist í byggingu parkethúss, áður en lagt sé af stað í byggingu knatthúss. Þar að auki eru gerðar athugasemdir við að knatthúsið muni spilla útsýni á annars fallegu stæði vallarins svo fátt eitt sé nefnt. Íbúafundur var boðaður um málið en hann er sagður hafa verið illa auglýstur og ekki duga til að eiga almennilegt samráð. Guðveig Lind Eyglóardóttir er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð.Vísir/Bjarni Innt eftir viðbrögðum segir Guðveig bæði eðlilegt og mannlegt að skiptar skoðanir séu uppi um málið. „Fólk hefur skiptar skoðanir á forgangsröðun verkefna og á hverju á að byrja. En þetta bara er niðurstaðan sem við erum sammála um að fara í,“ segir Guðveig. „Þetta hefur líka bara að gera með það að við erum með dreifðar byggðir hérna, við erum að taka á móti börnum í tómstundir hérna upp úr sveitum. Við erum að reyna að byggja upp aðstöðu sem leiðir til þess að krakkarnir geti, alla veganna yngstu krakkarnir, klárað sínar tómstundir fyrir klukkan fjögur á daginn. Og með byggingu á fjölnotahúsi og knatthúsi erum við að mæta þeirri þörf líka og létta á íþróttahúsinu okkar. En það verður bara þannig að þegar að við erum komin af stað og búin að klára það verkefni, þá verður bara farið strax af stað í parkethús,“ segir Guðveig. Til standi fyrir rest að „keyra hvoru tveggja í gang.“
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira