Dauðinn og skattarnir 28. júní 2024 17:00 Fyrir skemmstu tóku starfsmenn hins opinbera hlutafélags Isavia ákvörðun um að innheimta nýtt gjald af þeim notendum innanlandsflugs sem voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina.Fyrst stóð til að gjaldið yrði innheimt á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum, en eftir mótbárur og ábendingar um að verið væri að leggja gjaldið eingöngu á íbúa landsbyggðarinnar var mótleikur Isavia að rukkað skyldi líka á Reykjavíkurflugvelli. Umræðan, mótmæli almennings og stöku stjórnmálamanns leiddi fleira upp á yfirborðið sem eflaust átti ekki að tala hátt um fyrr en allt væri frágengið og innheimtan komin í gang. Þar kom til dæmis fram að myndavélar tækju myndir af bílum sem kæmu inn á flugvallarsvæðin. Allir sem ekki myndu hypja sig af svæðinu innan fimmtán mínútna skyldu rukkaðir fyrir ósvífnina. Nú er það eitt að opinberir starfsmenn telji sig þess umkomna að innheimta ný gjöld af völdum notendum innviða landsins sem þegar eru fyrir hendi, í þessu tilfelli fyrir notkun mislélegra bílastæða við flugvelli innanlands og því í raun enga þjónustu. Hitt er verra að ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna kvitti upp á gjörninginn og samþykki þannig nýja skattlagningu sem lendir fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar, en benda má um leið á það að hvorugur þessara ráðherra þarf að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þeim kjósendum sem fyrir verða þar sem þeirra kjördæmi lenda tæplega illa fyrir þessari ósvífnu ákvörðun. Í kjölfar mótmæla almennings voru einhverjar breytingar gerðar á tilvonandi innheimtu, s.s. að innheimta hefðist síðar en til stóð og hlaut sú niðurstaða stuðning ákveðinna þingmanna stjórnarflokkanna sem blessuðu þannig þessa skattlagningu á dreifbýlið. Þegar svo er komið að opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn virðast geta komið hvaða þvælu sem þeim dettur í hug til framkvæmda er illt í efni. Hvað kemur þá í kjölfarið? Má búast við að ný skattlagning verði sett á flugfarþega úr dreifbýlinu fyrir að njóta fallegs útsýnis í fluginu yfir landið okkar fagra? Er mögulegt að íbúar dreifbýlis fái framvegis sérstakan skatt á sig fyrir að voga sér að aka eftir þeim lélegu eða handónýtu vegum sem þeim er boðið upp á á sínum heimaslóðum? Ef hugmyndaauðgi yfirvalda og starfsmanna ríkisins ræður eitt þegar kemur að nýjum sköttum og sérstakri skattlagningu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins er ólíklegt að hér verði látið staðar numið. Í kjölfarið má svo reikna með að fyrirtæki á almenna markaðnum verði neydd til að fylgja ruglinu, svona í ljósi þess að opinberir starfsmenn eru nú þegar með hærri laun en aðrir í samfélaginu samkvæmt rannsóknum sem sagt hefur verið frá. Þannig gætu Bónus, Bykó og herrafataverslanir sett upp myndavélaeftirlit og innheimtu nýrra gjalda fyrir notkun bílastæða. Þá hljóta Tryggingastofnun, Öryrkjabandalagið, tryggingafélögin og RÚV ásamt öðrum félögum og stofnunum að fylgja straumnum. Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir, allavega þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur oft verið bent á að embættismenn og opinberir starfsmenn hafi mikil völd sem í mörgum tilfellum hafa bein áhrif á líf og störf almennings í landinu. Ákvarðanir sem þetta fólk tekur og hefur þessi miklu áhrif á þjóðfélagið er samt ekki á þeirra ábyrgð. Vald án ábyrgðar er hættulegt lýðræðinu eins og berlega kemur í ljós með nýjum sköttum starfsmanna Isavia ohf á suma landsmenn. Það að ráðherrar og alþingismenn sitji hjá, styðji slík mál eða fari í felur er svo mjög alvarlegt mál. Það eina sem varnarlaus almenningur getur gert er að muna eftir slíku í næstu kosningum til alþingis. Nú styttist í næstu alþingiskosningar og því er gott að allir fari að rifja upp hvað ráðherrar og alþingismenn hafa sagt og gert en ekki síður hvað þeir hafa ekki gert. Það er löngu orðið augljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG snýst alls ekki um hag þjóðar, heldur hag þessara flokka. Það snýst um að halda í stólana og völdin ásamt því að geta útdeilt gæðum til útvalinna. Óstjórn er algjör í öllum málaflokkum og ný skattlagning á fólk í dreifbýli aðeins ein birtingarmynd þess. Ég hvet landsmenn alla til að taka af skarið í komandi alþingiskosningum og gefa stjórnarflokkunum frí frá landsmálunum. Kjósum heldur þá sem tala fyrir skynsamlegri nálgun og þá sem sýnt hafa að þeir standa við stóru orðin. Í því efni má til að mynda minna á hvernig Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins tókst til í uppgjöri við vogunarsjóðina eftir fjármálahrunið, en með harðfylgi og eljusemi hans sem þáverandi forsætisráðherra höfðust um eittþúsund milljarðar á núvirði frá vogunarsjóðunum upp úr krafsinu. Þeir fjármunir urðu til þess að Ísland komst hraðar og betur á lappirnar eftir efnahagshrunið en nokkur önnur þjóð í seinni tíma sögu allavega. Þá má ekki gleyma því hvernig hann stóð að leiðréttingu íbúðarlána gagnvart almenningi líkt og hann hafði lofað, en aðrir stjórnmálamenn sögðu vera óframkvæmanlegt. Miðflokkurinn er tilbúinn í tiltekt eftir vanhæfustu ríkisstjórn allra tíma sem síðustu sjö árin hefur skilið eftir sig sviðna slóð í öllum málaflokkum, ríkisstjórn sem þ.á.m. hefur gengið út á að halda glærusýningar án aðgerða, stuðlað að stjórnlausum taprekstri ríkissjóðs sem valdið hefur himinhárri verðbólgu og vöxtum og opnað landið fyrir óheftum innflutningi fólks sem valdið hefur hruni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfum landsins. Setjum X við M í næstu alþingiskosningum og tryggjum bjartari framtíð. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu tóku starfsmenn hins opinbera hlutafélags Isavia ákvörðun um að innheimta nýtt gjald af þeim notendum innanlandsflugs sem voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina.Fyrst stóð til að gjaldið yrði innheimt á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum, en eftir mótbárur og ábendingar um að verið væri að leggja gjaldið eingöngu á íbúa landsbyggðarinnar var mótleikur Isavia að rukkað skyldi líka á Reykjavíkurflugvelli. Umræðan, mótmæli almennings og stöku stjórnmálamanns leiddi fleira upp á yfirborðið sem eflaust átti ekki að tala hátt um fyrr en allt væri frágengið og innheimtan komin í gang. Þar kom til dæmis fram að myndavélar tækju myndir af bílum sem kæmu inn á flugvallarsvæðin. Allir sem ekki myndu hypja sig af svæðinu innan fimmtán mínútna skyldu rukkaðir fyrir ósvífnina. Nú er það eitt að opinberir starfsmenn telji sig þess umkomna að innheimta ný gjöld af völdum notendum innviða landsins sem þegar eru fyrir hendi, í þessu tilfelli fyrir notkun mislélegra bílastæða við flugvelli innanlands og því í raun enga þjónustu. Hitt er verra að ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna kvitti upp á gjörninginn og samþykki þannig nýja skattlagningu sem lendir fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar, en benda má um leið á það að hvorugur þessara ráðherra þarf að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þeim kjósendum sem fyrir verða þar sem þeirra kjördæmi lenda tæplega illa fyrir þessari ósvífnu ákvörðun. Í kjölfar mótmæla almennings voru einhverjar breytingar gerðar á tilvonandi innheimtu, s.s. að innheimta hefðist síðar en til stóð og hlaut sú niðurstaða stuðning ákveðinna þingmanna stjórnarflokkanna sem blessuðu þannig þessa skattlagningu á dreifbýlið. Þegar svo er komið að opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn virðast geta komið hvaða þvælu sem þeim dettur í hug til framkvæmda er illt í efni. Hvað kemur þá í kjölfarið? Má búast við að ný skattlagning verði sett á flugfarþega úr dreifbýlinu fyrir að njóta fallegs útsýnis í fluginu yfir landið okkar fagra? Er mögulegt að íbúar dreifbýlis fái framvegis sérstakan skatt á sig fyrir að voga sér að aka eftir þeim lélegu eða handónýtu vegum sem þeim er boðið upp á á sínum heimaslóðum? Ef hugmyndaauðgi yfirvalda og starfsmanna ríkisins ræður eitt þegar kemur að nýjum sköttum og sérstakri skattlagningu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins er ólíklegt að hér verði látið staðar numið. Í kjölfarið má svo reikna með að fyrirtæki á almenna markaðnum verði neydd til að fylgja ruglinu, svona í ljósi þess að opinberir starfsmenn eru nú þegar með hærri laun en aðrir í samfélaginu samkvæmt rannsóknum sem sagt hefur verið frá. Þannig gætu Bónus, Bykó og herrafataverslanir sett upp myndavélaeftirlit og innheimtu nýrra gjalda fyrir notkun bílastæða. Þá hljóta Tryggingastofnun, Öryrkjabandalagið, tryggingafélögin og RÚV ásamt öðrum félögum og stofnunum að fylgja straumnum. Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir, allavega þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur oft verið bent á að embættismenn og opinberir starfsmenn hafi mikil völd sem í mörgum tilfellum hafa bein áhrif á líf og störf almennings í landinu. Ákvarðanir sem þetta fólk tekur og hefur þessi miklu áhrif á þjóðfélagið er samt ekki á þeirra ábyrgð. Vald án ábyrgðar er hættulegt lýðræðinu eins og berlega kemur í ljós með nýjum sköttum starfsmanna Isavia ohf á suma landsmenn. Það að ráðherrar og alþingismenn sitji hjá, styðji slík mál eða fari í felur er svo mjög alvarlegt mál. Það eina sem varnarlaus almenningur getur gert er að muna eftir slíku í næstu kosningum til alþingis. Nú styttist í næstu alþingiskosningar og því er gott að allir fari að rifja upp hvað ráðherrar og alþingismenn hafa sagt og gert en ekki síður hvað þeir hafa ekki gert. Það er löngu orðið augljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG snýst alls ekki um hag þjóðar, heldur hag þessara flokka. Það snýst um að halda í stólana og völdin ásamt því að geta útdeilt gæðum til útvalinna. Óstjórn er algjör í öllum málaflokkum og ný skattlagning á fólk í dreifbýli aðeins ein birtingarmynd þess. Ég hvet landsmenn alla til að taka af skarið í komandi alþingiskosningum og gefa stjórnarflokkunum frí frá landsmálunum. Kjósum heldur þá sem tala fyrir skynsamlegri nálgun og þá sem sýnt hafa að þeir standa við stóru orðin. Í því efni má til að mynda minna á hvernig Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins tókst til í uppgjöri við vogunarsjóðina eftir fjármálahrunið, en með harðfylgi og eljusemi hans sem þáverandi forsætisráðherra höfðust um eittþúsund milljarðar á núvirði frá vogunarsjóðunum upp úr krafsinu. Þeir fjármunir urðu til þess að Ísland komst hraðar og betur á lappirnar eftir efnahagshrunið en nokkur önnur þjóð í seinni tíma sögu allavega. Þá má ekki gleyma því hvernig hann stóð að leiðréttingu íbúðarlána gagnvart almenningi líkt og hann hafði lofað, en aðrir stjórnmálamenn sögðu vera óframkvæmanlegt. Miðflokkurinn er tilbúinn í tiltekt eftir vanhæfustu ríkisstjórn allra tíma sem síðustu sjö árin hefur skilið eftir sig sviðna slóð í öllum málaflokkum, ríkisstjórn sem þ.á.m. hefur gengið út á að halda glærusýningar án aðgerða, stuðlað að stjórnlausum taprekstri ríkissjóðs sem valdið hefur himinhárri verðbólgu og vöxtum og opnað landið fyrir óheftum innflutningi fólks sem valdið hefur hruni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfum landsins. Setjum X við M í næstu alþingiskosningum og tryggjum bjartari framtíð. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun