Dauðinn og skattarnir 28. júní 2024 17:00 Fyrir skemmstu tóku starfsmenn hins opinbera hlutafélags Isavia ákvörðun um að innheimta nýtt gjald af þeim notendum innanlandsflugs sem voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina.Fyrst stóð til að gjaldið yrði innheimt á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum, en eftir mótbárur og ábendingar um að verið væri að leggja gjaldið eingöngu á íbúa landsbyggðarinnar var mótleikur Isavia að rukkað skyldi líka á Reykjavíkurflugvelli. Umræðan, mótmæli almennings og stöku stjórnmálamanns leiddi fleira upp á yfirborðið sem eflaust átti ekki að tala hátt um fyrr en allt væri frágengið og innheimtan komin í gang. Þar kom til dæmis fram að myndavélar tækju myndir af bílum sem kæmu inn á flugvallarsvæðin. Allir sem ekki myndu hypja sig af svæðinu innan fimmtán mínútna skyldu rukkaðir fyrir ósvífnina. Nú er það eitt að opinberir starfsmenn telji sig þess umkomna að innheimta ný gjöld af völdum notendum innviða landsins sem þegar eru fyrir hendi, í þessu tilfelli fyrir notkun mislélegra bílastæða við flugvelli innanlands og því í raun enga þjónustu. Hitt er verra að ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna kvitti upp á gjörninginn og samþykki þannig nýja skattlagningu sem lendir fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar, en benda má um leið á það að hvorugur þessara ráðherra þarf að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þeim kjósendum sem fyrir verða þar sem þeirra kjördæmi lenda tæplega illa fyrir þessari ósvífnu ákvörðun. Í kjölfar mótmæla almennings voru einhverjar breytingar gerðar á tilvonandi innheimtu, s.s. að innheimta hefðist síðar en til stóð og hlaut sú niðurstaða stuðning ákveðinna þingmanna stjórnarflokkanna sem blessuðu þannig þessa skattlagningu á dreifbýlið. Þegar svo er komið að opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn virðast geta komið hvaða þvælu sem þeim dettur í hug til framkvæmda er illt í efni. Hvað kemur þá í kjölfarið? Má búast við að ný skattlagning verði sett á flugfarþega úr dreifbýlinu fyrir að njóta fallegs útsýnis í fluginu yfir landið okkar fagra? Er mögulegt að íbúar dreifbýlis fái framvegis sérstakan skatt á sig fyrir að voga sér að aka eftir þeim lélegu eða handónýtu vegum sem þeim er boðið upp á á sínum heimaslóðum? Ef hugmyndaauðgi yfirvalda og starfsmanna ríkisins ræður eitt þegar kemur að nýjum sköttum og sérstakri skattlagningu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins er ólíklegt að hér verði látið staðar numið. Í kjölfarið má svo reikna með að fyrirtæki á almenna markaðnum verði neydd til að fylgja ruglinu, svona í ljósi þess að opinberir starfsmenn eru nú þegar með hærri laun en aðrir í samfélaginu samkvæmt rannsóknum sem sagt hefur verið frá. Þannig gætu Bónus, Bykó og herrafataverslanir sett upp myndavélaeftirlit og innheimtu nýrra gjalda fyrir notkun bílastæða. Þá hljóta Tryggingastofnun, Öryrkjabandalagið, tryggingafélögin og RÚV ásamt öðrum félögum og stofnunum að fylgja straumnum. Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir, allavega þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur oft verið bent á að embættismenn og opinberir starfsmenn hafi mikil völd sem í mörgum tilfellum hafa bein áhrif á líf og störf almennings í landinu. Ákvarðanir sem þetta fólk tekur og hefur þessi miklu áhrif á þjóðfélagið er samt ekki á þeirra ábyrgð. Vald án ábyrgðar er hættulegt lýðræðinu eins og berlega kemur í ljós með nýjum sköttum starfsmanna Isavia ohf á suma landsmenn. Það að ráðherrar og alþingismenn sitji hjá, styðji slík mál eða fari í felur er svo mjög alvarlegt mál. Það eina sem varnarlaus almenningur getur gert er að muna eftir slíku í næstu kosningum til alþingis. Nú styttist í næstu alþingiskosningar og því er gott að allir fari að rifja upp hvað ráðherrar og alþingismenn hafa sagt og gert en ekki síður hvað þeir hafa ekki gert. Það er löngu orðið augljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG snýst alls ekki um hag þjóðar, heldur hag þessara flokka. Það snýst um að halda í stólana og völdin ásamt því að geta útdeilt gæðum til útvalinna. Óstjórn er algjör í öllum málaflokkum og ný skattlagning á fólk í dreifbýli aðeins ein birtingarmynd þess. Ég hvet landsmenn alla til að taka af skarið í komandi alþingiskosningum og gefa stjórnarflokkunum frí frá landsmálunum. Kjósum heldur þá sem tala fyrir skynsamlegri nálgun og þá sem sýnt hafa að þeir standa við stóru orðin. Í því efni má til að mynda minna á hvernig Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins tókst til í uppgjöri við vogunarsjóðina eftir fjármálahrunið, en með harðfylgi og eljusemi hans sem þáverandi forsætisráðherra höfðust um eittþúsund milljarðar á núvirði frá vogunarsjóðunum upp úr krafsinu. Þeir fjármunir urðu til þess að Ísland komst hraðar og betur á lappirnar eftir efnahagshrunið en nokkur önnur þjóð í seinni tíma sögu allavega. Þá má ekki gleyma því hvernig hann stóð að leiðréttingu íbúðarlána gagnvart almenningi líkt og hann hafði lofað, en aðrir stjórnmálamenn sögðu vera óframkvæmanlegt. Miðflokkurinn er tilbúinn í tiltekt eftir vanhæfustu ríkisstjórn allra tíma sem síðustu sjö árin hefur skilið eftir sig sviðna slóð í öllum málaflokkum, ríkisstjórn sem þ.á.m. hefur gengið út á að halda glærusýningar án aðgerða, stuðlað að stjórnlausum taprekstri ríkissjóðs sem valdið hefur himinhárri verðbólgu og vöxtum og opnað landið fyrir óheftum innflutningi fólks sem valdið hefur hruni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfum landsins. Setjum X við M í næstu alþingiskosningum og tryggjum bjartari framtíð. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu tóku starfsmenn hins opinbera hlutafélags Isavia ákvörðun um að innheimta nýtt gjald af þeim notendum innanlandsflugs sem voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina.Fyrst stóð til að gjaldið yrði innheimt á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum, en eftir mótbárur og ábendingar um að verið væri að leggja gjaldið eingöngu á íbúa landsbyggðarinnar var mótleikur Isavia að rukkað skyldi líka á Reykjavíkurflugvelli. Umræðan, mótmæli almennings og stöku stjórnmálamanns leiddi fleira upp á yfirborðið sem eflaust átti ekki að tala hátt um fyrr en allt væri frágengið og innheimtan komin í gang. Þar kom til dæmis fram að myndavélar tækju myndir af bílum sem kæmu inn á flugvallarsvæðin. Allir sem ekki myndu hypja sig af svæðinu innan fimmtán mínútna skyldu rukkaðir fyrir ósvífnina. Nú er það eitt að opinberir starfsmenn telji sig þess umkomna að innheimta ný gjöld af völdum notendum innviða landsins sem þegar eru fyrir hendi, í þessu tilfelli fyrir notkun mislélegra bílastæða við flugvelli innanlands og því í raun enga þjónustu. Hitt er verra að ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna kvitti upp á gjörninginn og samþykki þannig nýja skattlagningu sem lendir fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar, en benda má um leið á það að hvorugur þessara ráðherra þarf að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þeim kjósendum sem fyrir verða þar sem þeirra kjördæmi lenda tæplega illa fyrir þessari ósvífnu ákvörðun. Í kjölfar mótmæla almennings voru einhverjar breytingar gerðar á tilvonandi innheimtu, s.s. að innheimta hefðist síðar en til stóð og hlaut sú niðurstaða stuðning ákveðinna þingmanna stjórnarflokkanna sem blessuðu þannig þessa skattlagningu á dreifbýlið. Þegar svo er komið að opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn virðast geta komið hvaða þvælu sem þeim dettur í hug til framkvæmda er illt í efni. Hvað kemur þá í kjölfarið? Má búast við að ný skattlagning verði sett á flugfarþega úr dreifbýlinu fyrir að njóta fallegs útsýnis í fluginu yfir landið okkar fagra? Er mögulegt að íbúar dreifbýlis fái framvegis sérstakan skatt á sig fyrir að voga sér að aka eftir þeim lélegu eða handónýtu vegum sem þeim er boðið upp á á sínum heimaslóðum? Ef hugmyndaauðgi yfirvalda og starfsmanna ríkisins ræður eitt þegar kemur að nýjum sköttum og sérstakri skattlagningu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins er ólíklegt að hér verði látið staðar numið. Í kjölfarið má svo reikna með að fyrirtæki á almenna markaðnum verði neydd til að fylgja ruglinu, svona í ljósi þess að opinberir starfsmenn eru nú þegar með hærri laun en aðrir í samfélaginu samkvæmt rannsóknum sem sagt hefur verið frá. Þannig gætu Bónus, Bykó og herrafataverslanir sett upp myndavélaeftirlit og innheimtu nýrra gjalda fyrir notkun bílastæða. Þá hljóta Tryggingastofnun, Öryrkjabandalagið, tryggingafélögin og RÚV ásamt öðrum félögum og stofnunum að fylgja straumnum. Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir, allavega þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur oft verið bent á að embættismenn og opinberir starfsmenn hafi mikil völd sem í mörgum tilfellum hafa bein áhrif á líf og störf almennings í landinu. Ákvarðanir sem þetta fólk tekur og hefur þessi miklu áhrif á þjóðfélagið er samt ekki á þeirra ábyrgð. Vald án ábyrgðar er hættulegt lýðræðinu eins og berlega kemur í ljós með nýjum sköttum starfsmanna Isavia ohf á suma landsmenn. Það að ráðherrar og alþingismenn sitji hjá, styðji slík mál eða fari í felur er svo mjög alvarlegt mál. Það eina sem varnarlaus almenningur getur gert er að muna eftir slíku í næstu kosningum til alþingis. Nú styttist í næstu alþingiskosningar og því er gott að allir fari að rifja upp hvað ráðherrar og alþingismenn hafa sagt og gert en ekki síður hvað þeir hafa ekki gert. Það er löngu orðið augljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG snýst alls ekki um hag þjóðar, heldur hag þessara flokka. Það snýst um að halda í stólana og völdin ásamt því að geta útdeilt gæðum til útvalinna. Óstjórn er algjör í öllum málaflokkum og ný skattlagning á fólk í dreifbýli aðeins ein birtingarmynd þess. Ég hvet landsmenn alla til að taka af skarið í komandi alþingiskosningum og gefa stjórnarflokkunum frí frá landsmálunum. Kjósum heldur þá sem tala fyrir skynsamlegri nálgun og þá sem sýnt hafa að þeir standa við stóru orðin. Í því efni má til að mynda minna á hvernig Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins tókst til í uppgjöri við vogunarsjóðina eftir fjármálahrunið, en með harðfylgi og eljusemi hans sem þáverandi forsætisráðherra höfðust um eittþúsund milljarðar á núvirði frá vogunarsjóðunum upp úr krafsinu. Þeir fjármunir urðu til þess að Ísland komst hraðar og betur á lappirnar eftir efnahagshrunið en nokkur önnur þjóð í seinni tíma sögu allavega. Þá má ekki gleyma því hvernig hann stóð að leiðréttingu íbúðarlána gagnvart almenningi líkt og hann hafði lofað, en aðrir stjórnmálamenn sögðu vera óframkvæmanlegt. Miðflokkurinn er tilbúinn í tiltekt eftir vanhæfustu ríkisstjórn allra tíma sem síðustu sjö árin hefur skilið eftir sig sviðna slóð í öllum málaflokkum, ríkisstjórn sem þ.á.m. hefur gengið út á að halda glærusýningar án aðgerða, stuðlað að stjórnlausum taprekstri ríkissjóðs sem valdið hefur himinhárri verðbólgu og vöxtum og opnað landið fyrir óheftum innflutningi fólks sem valdið hefur hruni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfum landsins. Setjum X við M í næstu alþingiskosningum og tryggjum bjartari framtíð. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun