Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 14:21 Ástandið á dekkjunum er í lakara lagi eins og sjá má á myndinni. Vísir/Samsett Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira