Frábær og söguleg byrjun Íslands á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:28 Tvöfaldur tuttugu frá Pétri Rúðrik tryggði Íslandi sigur í fyrsta leik liðsins á HM í pílukasti Vísir/Skjáskot Fulltrúar Íslands á HM í pílukasti, sem fram fer í þýsku borginni Frankfurt þessa dagana, fara vel af stað á mótinu. Íslenska liðið vann 4-0 sigur á Barein í fyrsta leik sínum sem stillir upp hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð við landslið Tékkalands. Sögulegur sigur, sá fyrsti hjá Íslandi á HM. Það eru þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson sem mynda lið Íslands á mótinu og óhætt er að segja að þeir hafi fundið sig vel á stóra sviðinu í Frankfurt í morgun þegar að þeir léku sinn fyrsta leik í H-riðli gegn Barein. Vinna þurfti fjóra leggi til þess að tryggja sér sigur í viðureigninni og þeir Pétur Rúðrik og Arngrímur Anton voru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur unnu fyrstu fjóra leggi viðureignarinnar og sópuðu þar með Barein af sviðinu. Hér má sjá stundina þegar að Pétur Rúðrik tryggði Íslandi sigur gegn Barein í morgun en sjá má í klippunni hversu mikla ofurtrú liðsfélagi Péturs, Arngrímur Anton, hafði á sínum manni. Arngrímur var byrjaður að fagna áður en Pétur tryggði sigurinn: View this post on Instagram A post shared by Professional Darts Corporation (@officialpdc) Seinna í dag mætir íslenska liðið svo landsliði Tékklands. Tékkar fóru ekki eins auðveldlega í gegnum Barein er liðin mættust í opnunarleik riðilsins í gær og verður athyglisvert að sjá hvernig okkar menn taka á Tékkunum. Bein útsending frá seinni hluta keppnisdagsins á HM í pílukasti, þar sem sjá má viðureign Íslands og Tékklands, hefst klukkan fimm á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Sjá meira
Það eru þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson sem mynda lið Íslands á mótinu og óhætt er að segja að þeir hafi fundið sig vel á stóra sviðinu í Frankfurt í morgun þegar að þeir léku sinn fyrsta leik í H-riðli gegn Barein. Vinna þurfti fjóra leggi til þess að tryggja sér sigur í viðureigninni og þeir Pétur Rúðrik og Arngrímur Anton voru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur unnu fyrstu fjóra leggi viðureignarinnar og sópuðu þar með Barein af sviðinu. Hér má sjá stundina þegar að Pétur Rúðrik tryggði Íslandi sigur gegn Barein í morgun en sjá má í klippunni hversu mikla ofurtrú liðsfélagi Péturs, Arngrímur Anton, hafði á sínum manni. Arngrímur var byrjaður að fagna áður en Pétur tryggði sigurinn: View this post on Instagram A post shared by Professional Darts Corporation (@officialpdc) Seinna í dag mætir íslenska liðið svo landsliði Tékklands. Tékkar fóru ekki eins auðveldlega í gegnum Barein er liðin mættust í opnunarleik riðilsins í gær og verður athyglisvert að sjá hvernig okkar menn taka á Tékkunum. Bein útsending frá seinni hluta keppnisdagsins á HM í pílukasti, þar sem sjá má viðureign Íslands og Tékklands, hefst klukkan fimm á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Sjá meira