Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.
Þar segir að plássunum hafi fjölgað vegna tilkomu Ævintýraborgar við Vörðuskóla, sem hefur fengið nafnið Vörðuborg. Vörðuborg sé hluti af leikskólanum Miðborg.
Unnið sé hörðum höndum að því að plássin í Vörðuborg verði tilbúin sem fyrst í haust, en fyrstu 40 plássunum verði úthlutað um mánaðarmótin júlí, ágúst.
Einn biðlisti er fyrir Miðborg og börn fá pláss í því húsi sem passar best út frá barnafjölda og aldri þeirra barna sem fá úthlutað plássi.