Segir hermennina hafa traðkað á skotsárum sínum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 21:29 Ísraelsher hefur verið sakaður um að nota Palestínumanninn Mujahid Abadi sem skjöld, þegar hermenn festu hann framan á bíl á laugardaginn. AP Maðurinn sem Ísraelsher festi framan á jeppa hersins í Jenín á Vesturbakkanum á laugardaginn segist hafa verið fyrir framan heimili frænda síns þegar hann varð fyrir skothríð Ísraelshers. Nokkrar klukkustundir hafi liðið þar til hermenn fundu hann liggjandi í jörðinni, og hann segir þá hafa sparkað í skotsár sín og síðar fest hann framan á jeppa hersins. Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira