Segir hermennina hafa traðkað á skotsárum sínum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 21:29 Ísraelsher hefur verið sakaður um að nota Palestínumanninn Mujahid Abadi sem skjöld, þegar hermenn festu hann framan á bíl á laugardaginn. AP Maðurinn sem Ísraelsher festi framan á jeppa hersins í Jenín á Vesturbakkanum á laugardaginn segist hafa verið fyrir framan heimili frænda síns þegar hann varð fyrir skothríð Ísraelshers. Nokkrar klukkustundir hafi liðið þar til hermenn fundu hann liggjandi í jörðinni, og hann segir þá hafa sparkað í skotsár sín og síðar fest hann framan á jeppa hersins. Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira