Bardaginn var hluti af Caged Steel 36 viðburðinum. Aron byrjaði rólegur og leyfði andstæðingnum að nálgast, Tedham þreifaði fyrir sér með spörkum í fremri fót Arons.
Aron átti örlitla fótahreyfingu og smell hitti Tedham svo með hægri yfirhandar höggi eftir fína uppsetningu með vinstri höndinni. Tedham féll strax í gólfið og Aron fylgdi eftir en dómarinn skarst strax inn í og lýsti bardaganum lokið.
Atvinnumannaferill Arons hefði ekki getað byrjað mikið betur en þetta er hraðasta rothögg í sögu Reykjavík MMA. Heimamenn hrifust af honum og eltu Aron uppi á flugvellinum í Manchester þegar föruneytið var á heimleið og báðu um eiginhandaráritanir.
Allar helstu upplýsingar eru fengar frá MMA fréttum. Þar var farið ítarlega yfir bardagakvöldið sem tveir aðrir Íslendingar tóku þátt í. Hlaðvarpsþátturinn Fimmta Lotan gerir þessu öllu einnig góð skil og hlusta má á hann hér fyrir neðan.