Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 12:01 Freyr tók til hendinni. Getty Images/Nico Vereecken Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira