Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 12:01 Freyr tók til hendinni. Getty Images/Nico Vereecken Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira