Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 12:01 Freyr tók til hendinni. Getty Images/Nico Vereecken Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira