100 ára afmæli lýðveldisins Íslands Margrét Tryggvadóttir skrifar 26. júní 2024 07:00 Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnland Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar