Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 13:35 Halla tekur við embætti forseta í ágúst. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45
Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01