Nöturlegt fleti undir bryggju í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 19:25 Yfir loftlausri vindsæng undir bryggju í miðbæ Reykjavíkur hefur verið útbúið nokkurskonar þak úr plasti. Vísir/Margrét Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra. Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira