Lagareldi í lagalegu tómarúmi Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 23. júní 2024 21:01 Á dögunum varð ljóst að frumvarp matvælaráðherra um lagareldi næði ekki fram að ganga á þessu þingi. Strax við framlagningu málsins í þinginu varð orðræðan neikvæð. Þar bar helst á því í umræðunni gagnrýni á það að leyfi til að stunda sjókvíaeldi yrðu ótímabundin, þó þau væru bundin töluvert strangari skilyrðum en áður hefur þekkst. Auknum verðmætum fylgir aukin ábyrgð var boðskapur frumvarpsins – en hugrenningatengslin sem vöknuðu upp við það sem almenningur skynjaði sem varanlega framsölu á auðlindum eru vond og umræðan fór úr böndunum. Þingmenn sem höfðu kannski takmarkað haft möguleika á því að kynna sér frumvarpið efnislega kyntu svo undir upplýsingaóreiðu og reiði vegna frumvarpsins og hrópuðu „Verbúðin II“. Því verður ekki stungið undir stein að sjókvíaeldi hefur lengi verið umdeilt á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það hefur greinin fengið að vaxa í lagalegu tómarúmi. Slíkt er sjaldnast til gæfu og sjaldnast samfélaginu eða umhverfinu í hag. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sýndi með skýrum hætti að lagarammanum og lagaframkvæmdinni var ábótavant. Undir stjórn matvælaráðherra VG hefur farið fram viðamikil endurskoðun á regluverki í atvinnugreininni og fyrir liggja skýrsla BCG um stöðu og framtíð lagareldis í Íslandi og svo stefnumótun í lagareldi sem allt lagði grunnin að þessari heildarendurskoðun á lögum um atvinnugreinina. Frumvarpið var viðamikið – í heildina taldi það 139 greinar og var afrakstur mikillar og vandaðrar vinnu af hálfu ráðuneytisins. Hvað var nýtt í frumvarpinu? Frumvarpið inniheldur ýmis nýmæli til þess fallin að bæta lagaumgjörð lagareldis á Íslandi. Það felur meðal annars í sér fortakslaust bann við stroki eldislaxa með háum fjársektum við brotum, innleiðingu smitvarnarsvæða og endurskoðun á skilgreiningu burðarþols sem tekur tillit til annars álags en bara lífræns. Friðunarsvæði eru lögfest, aukið eftirlit með greininni og hækkun fjárveitinga til eftirlitsaðila og nýtt kerfi fyrir afföll og lús innleitt. Hefði þetta náð fram að ganga þá hefðum við verið að ganga töluvert lengra en nágrannalönd okkar – allt með það að markmiði að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í atvinnugreinunum sem falla undir lagareldi sem er afar mikilvægt fyrir þau samfélög sem búa við sjókvíaeldi. Atvinnugreinin sjálf hefur lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein – og landeldi og aðrar nýjar greinar á borð við hafeldi og fjarðabeit hafa kallað eftir hinu sama. Vinna atvinnuveganefndar, hvar undirrituð er einn nefndarmaður meirihlutans, var brött og snörp eftir hávær hróp samfélagsins og þingheims vegna óánægju með 33. grein frumvarpsins, sem varðaði útgáfu ótímabundinna leyfa. Það var samhljómur um að tímabinda leyfin meðal nefndarmanna. Einnig voru lokaðar kvíar og notkun ófrjórra eða kynlausra fiska ræddar á vettvangi nefndarinnar og möguleikar á því að greinin færðist hraðar í þá átt voru skoðaðar. Það eru nú þegar hvatar til staðar í formi minni gjaldtöku sé slíkt nýtt í sjókvíaeldi en ljóst er að hér eru mikil sóknarfæri. Tækniþróun er hröð í þessum geira sem og öðrum og það er von um að á næstu árum munum við komast á þann stað að geta sett sólarlagsákvæði um opnar kvíar og frjóan fisk – einhvern tímann verður það vonandi fjarstæða að stunda sjókvíaeldi á þann hátt sem við þekkjum í dag. Á hverju strandaði? Það getur verið sársaukafullt að fara í stórtækar kerfisbreytingar. Sér í lagi þegar um ræðir umdeilda atvinnugrein sem hefur fengið að vaxa fram án mikilla inngripa. Vinstri græn voru tilbúin í slíka endurskoðun og þá gagnrýni ýmissa hagaðila sem að málinu koma, sem er óhjákvæmilegt þegar verið er að reyna að ná utan um veikburða og brotakennda stjórnsýslu um grein sem hefur vaxið alltof hratt á síðustu árum og mun líklega vaxa enn hraðar á komandi árum. Í meirihlutanum greindi okkur á um fjárhæð sektargreiðslna vegna stroks sem lagt var upp með í frumvarpinu að yrðu háar gegn ótímabundnu leyfi. Þær áttu vissulega að vera hærri en e.t.v. gengur og gerist vegna brots á lögum við nýtingu náttúruauðlinda en líka endurspegla alvarleika brotsins. Að mínu mati og okkar í VG er löngu tímabært að herða skrúfurnar í þeim tilfellum þegar auðlindanýting sameiginlegra gæða, s.s. hafbolsins, stenst ekki sjálfsagðar kröfur og lög og reglur þar um. Frá þessu vildum við ekki kvika þó í meirihlutanum höfum við orðið ásátt um að áeggjan matvælaráðherra að tímabinda rekstrarleyfin. En í ljósi áhrifa frá greininni þá er að mínu mati ekki réttlætanlegt að lækka sektir fyrir þá sem ekki sinna sínu starfi samkvæmt settum reglum, þar sem ábyrgð og afleiðingar þurfa að vera skýrar og strangar. Því miður var ekki samhljómur innan meirihlutans hvað þetta varðar og úr varð að tíminn rann út og ekki var hægt að komast að samkomulagi fyrir þinghlé. Ég bind þó vonir við að matvælaráðherra leggi fram frumvarp um lagareldi, nú með ákvæði um tímabundin leyfi, strax á fyrstu dögum komandi haustþings. Hvað tekur við? Strokatburðir á stórum skala, stórfelld útbreiðsla laxalúsar og afföll langt fram yfir það sem ásættanlegt er eru alla jafna bein afleiðing gáleysis, lélegrar stjórnsýslu og skorts á lagalegum ramma. En þó er ekkert sem útilokar að slíkt endurtaki sig. Ég hræðist langtímaafleiðingar lagaleysis – það er vont til þess að hugsa að strok er enn ekki bannað með lögum. Ég hræðist líka að við munum fyrr en síðar þurfa að draga þennan lærdóm um afleiðingar lagalegs tómarúms – aftur – á dýrkeyptan máta fyrir náttúru, fyrir villta laxinn og samfélagið allt. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Vinstri græn Alþingi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á dögunum varð ljóst að frumvarp matvælaráðherra um lagareldi næði ekki fram að ganga á þessu þingi. Strax við framlagningu málsins í þinginu varð orðræðan neikvæð. Þar bar helst á því í umræðunni gagnrýni á það að leyfi til að stunda sjókvíaeldi yrðu ótímabundin, þó þau væru bundin töluvert strangari skilyrðum en áður hefur þekkst. Auknum verðmætum fylgir aukin ábyrgð var boðskapur frumvarpsins – en hugrenningatengslin sem vöknuðu upp við það sem almenningur skynjaði sem varanlega framsölu á auðlindum eru vond og umræðan fór úr böndunum. Þingmenn sem höfðu kannski takmarkað haft möguleika á því að kynna sér frumvarpið efnislega kyntu svo undir upplýsingaóreiðu og reiði vegna frumvarpsins og hrópuðu „Verbúðin II“. Því verður ekki stungið undir stein að sjókvíaeldi hefur lengi verið umdeilt á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það hefur greinin fengið að vaxa í lagalegu tómarúmi. Slíkt er sjaldnast til gæfu og sjaldnast samfélaginu eða umhverfinu í hag. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sýndi með skýrum hætti að lagarammanum og lagaframkvæmdinni var ábótavant. Undir stjórn matvælaráðherra VG hefur farið fram viðamikil endurskoðun á regluverki í atvinnugreininni og fyrir liggja skýrsla BCG um stöðu og framtíð lagareldis í Íslandi og svo stefnumótun í lagareldi sem allt lagði grunnin að þessari heildarendurskoðun á lögum um atvinnugreinina. Frumvarpið var viðamikið – í heildina taldi það 139 greinar og var afrakstur mikillar og vandaðrar vinnu af hálfu ráðuneytisins. Hvað var nýtt í frumvarpinu? Frumvarpið inniheldur ýmis nýmæli til þess fallin að bæta lagaumgjörð lagareldis á Íslandi. Það felur meðal annars í sér fortakslaust bann við stroki eldislaxa með háum fjársektum við brotum, innleiðingu smitvarnarsvæða og endurskoðun á skilgreiningu burðarþols sem tekur tillit til annars álags en bara lífræns. Friðunarsvæði eru lögfest, aukið eftirlit með greininni og hækkun fjárveitinga til eftirlitsaðila og nýtt kerfi fyrir afföll og lús innleitt. Hefði þetta náð fram að ganga þá hefðum við verið að ganga töluvert lengra en nágrannalönd okkar – allt með það að markmiði að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í atvinnugreinunum sem falla undir lagareldi sem er afar mikilvægt fyrir þau samfélög sem búa við sjókvíaeldi. Atvinnugreinin sjálf hefur lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein – og landeldi og aðrar nýjar greinar á borð við hafeldi og fjarðabeit hafa kallað eftir hinu sama. Vinna atvinnuveganefndar, hvar undirrituð er einn nefndarmaður meirihlutans, var brött og snörp eftir hávær hróp samfélagsins og þingheims vegna óánægju með 33. grein frumvarpsins, sem varðaði útgáfu ótímabundinna leyfa. Það var samhljómur um að tímabinda leyfin meðal nefndarmanna. Einnig voru lokaðar kvíar og notkun ófrjórra eða kynlausra fiska ræddar á vettvangi nefndarinnar og möguleikar á því að greinin færðist hraðar í þá átt voru skoðaðar. Það eru nú þegar hvatar til staðar í formi minni gjaldtöku sé slíkt nýtt í sjókvíaeldi en ljóst er að hér eru mikil sóknarfæri. Tækniþróun er hröð í þessum geira sem og öðrum og það er von um að á næstu árum munum við komast á þann stað að geta sett sólarlagsákvæði um opnar kvíar og frjóan fisk – einhvern tímann verður það vonandi fjarstæða að stunda sjókvíaeldi á þann hátt sem við þekkjum í dag. Á hverju strandaði? Það getur verið sársaukafullt að fara í stórtækar kerfisbreytingar. Sér í lagi þegar um ræðir umdeilda atvinnugrein sem hefur fengið að vaxa fram án mikilla inngripa. Vinstri græn voru tilbúin í slíka endurskoðun og þá gagnrýni ýmissa hagaðila sem að málinu koma, sem er óhjákvæmilegt þegar verið er að reyna að ná utan um veikburða og brotakennda stjórnsýslu um grein sem hefur vaxið alltof hratt á síðustu árum og mun líklega vaxa enn hraðar á komandi árum. Í meirihlutanum greindi okkur á um fjárhæð sektargreiðslna vegna stroks sem lagt var upp með í frumvarpinu að yrðu háar gegn ótímabundnu leyfi. Þær áttu vissulega að vera hærri en e.t.v. gengur og gerist vegna brots á lögum við nýtingu náttúruauðlinda en líka endurspegla alvarleika brotsins. Að mínu mati og okkar í VG er löngu tímabært að herða skrúfurnar í þeim tilfellum þegar auðlindanýting sameiginlegra gæða, s.s. hafbolsins, stenst ekki sjálfsagðar kröfur og lög og reglur þar um. Frá þessu vildum við ekki kvika þó í meirihlutanum höfum við orðið ásátt um að áeggjan matvælaráðherra að tímabinda rekstrarleyfin. En í ljósi áhrifa frá greininni þá er að mínu mati ekki réttlætanlegt að lækka sektir fyrir þá sem ekki sinna sínu starfi samkvæmt settum reglum, þar sem ábyrgð og afleiðingar þurfa að vera skýrar og strangar. Því miður var ekki samhljómur innan meirihlutans hvað þetta varðar og úr varð að tíminn rann út og ekki var hægt að komast að samkomulagi fyrir þinghlé. Ég bind þó vonir við að matvælaráðherra leggi fram frumvarp um lagareldi, nú með ákvæði um tímabundin leyfi, strax á fyrstu dögum komandi haustþings. Hvað tekur við? Strokatburðir á stórum skala, stórfelld útbreiðsla laxalúsar og afföll langt fram yfir það sem ásættanlegt er eru alla jafna bein afleiðing gáleysis, lélegrar stjórnsýslu og skorts á lagalegum ramma. En þó er ekkert sem útilokar að slíkt endurtaki sig. Ég hræðist langtímaafleiðingar lagaleysis – það er vont til þess að hugsa að strok er enn ekki bannað með lögum. Ég hræðist líka að við munum fyrr en síðar þurfa að draga þennan lærdóm um afleiðingar lagalegs tómarúms – aftur – á dýrkeyptan máta fyrir náttúru, fyrir villta laxinn og samfélagið allt. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar