Hafa ekki hug á inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 10:31 Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun