Enn eitt EM-metið til Ronaldo Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 22:01 Cristiano Ronaldo er að leika á EM í sjötta sinn. Enginn leikmaður hefur leikið það eftir vísir/Getty Hinn 39 ára Cristiano er að leika á lokakeppni Evrópumótsins í fimmta sinn á ferlinum en hann er eini leikmaðurinn sem hefur farið svo oft á EM. Hann fór á sitt fyrsta lokamót með portúgalska landsliðinu 2004 og hefur síðan þá sankað að sér ýmsum metum. Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira
Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira